Reynum að láta drauma okkar rætast

Stundum er eru fréttir skrifaðar á góðu máli. Þá hrekkur maður við, lítur á hið sjaldgæfa tilvik og ber saman við hroðann sem svo oft er skellt í andlit lesenda. 

Á ensku er til orðasambandið „to follow your dream“. Slakir blaðamenn og skrifarar þýða þetta jafnan beint og halda að það þýði „að elta draum sinn“. Slíkur eltingaleikur er þó fjarri því að ná merkingunni á ensku

Í frétt Morgunblaðsins um Gylfa Sigurðsson, knattspyrnumann, er hvatning hans þýdd svona á íslensku: „láttu drauminn rætast“. Draumar verða til í huga fólks, aungvir eru áþreifanlegir og þó þeir fari út um víðan völl er afar erfitt að elta þá, það gerist ekki á íslensku. Blaðamaðurinn féll ekki í pyttinn, þýddi vel.

Talsverður munur er á ensku og íslensku þó málin séu skyld. Hið versta sem þýðandi gerir er að þýða orðrétt. Það getur Google-translate gert, oft mun betur. Þýðingarforrit hefur hvorki hugsun eða tilfinningu en mennskur þýðandi ætti að hafa hvort tveggja nema hann kjósi hroðvirkni í störfum sínum.

Niðurstaðan er því sú að Íslendingur segist vilja láta draum sinn eða drauma sína rætast. Honum er ómögulegt að elta drauma því þannig orðalag gengur ekki upp á íslensku. Okkur dreymir og við eigum drauma, langanir og þrá um eitthvað. Og hvers virði er sá draumur sem við þurfum að eltast við.

 


mbl.is Krúttleg færsla um Gylfa Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband