Íbúðin fyrir ofan og íbúðin fyrir neðan

Mikill eldur varð í íbúð í fjölbýlishúsi Hraunbæ í Árbænum um klukkan ellefu í gærkvöldi. Unnar Þór Sæmundsson var staddur íbúðinni fyrir ofan þegar eldurinn kviknaði.

Ég var kominn í háttinn þegar ég heyrði læti fyrir utan. Ég var viss um að það væri verið að smala fólki í taxa því ég heyri hrópað „eru allir komnir út?“ Ég leit svo út um gluggann og sá reyk og hugsaði, nei andskotinn, þau eru að grilla.“ segir Unnar. Hann segir að stuttu síðar hafi rúða í íbúðinni fyrir neðan sprungið og hann hafi fengið reykmökk í andlitið.

Ekki er gott að treysta á fréttaflutning dv.is en línurnar hér að ofan eru í því vefriti, sjá hér.

Í frásögn vefritsins var maðurinn ekki heima hjá sér, heldur í íbúðinni fyrir ofan og farinn í háttinn þar. Þá sprakk rúða í íbúðinni fyrir neðan, þar sem hann á heima. Svo fékk hann „reykmökk í andlitið“.

Eiður heitinn Guðnason hefði orðað það þannig að hér væru eftirlitslaus fréttabörn við iðju sem þau ættu að eftirláta öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband