Hentistefna Þorvaldar Gylfasonar

Svanur rökstyður ályktun sína með því að benda á opinberar upplýsingar sem fv. ríkisstjórn hélt leyndum fyrir kjósendum í haust leið, upplýsingar um Panama-skjölin o.fl. sem hefðu getað haft afgerandi áhrif á úrslit kosninganna og girt fyrir myndun meirihlutastjórnar á Alþingi með 47% atkvæða að baki sér.

Þannig skrifar Þorvaldur Gylfason, prófessor, í Fréttablað dagsins. Hann lætur ekki deigan síga í atgangi sínum gegn núverandi ríkisstjórn.

Vandinn er hins vegar sá að allt lendir í hnút í hausnum á Þorvaldi þegar kemur að mati á hlutfallstölum og hversu marktækar þær eru.  

Með rembingi reynir hann að halda því fram að ríkisstjórnin sitji með minnihluta atkvæða. Hann bendir líka á að hefði stjórnarskráin, sem hann átti þátt í að semja, verið samþykkt hefði til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn ekki fengið tuttugu og einn þingmann heldur átján eða nítján og þar með hefði ríkisstjórn hans með Viðreisn og Bjartri framtíð ekki orðið til. Við liggur að Þorvaldur tárfelli.

Nú ber þess að geta að þjóðaratkvæðagreiðslan sem hann nefnir hafði hið opinbera heiti samkvæmt þingsályktunartillögunni: „Ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðsla um til­lög­ur stjórn­lag­aráðs að frum­varpi til stjórn­ar­skip­un­ar­laga og til­tek­in álita­efni þeim tengd.“

Þessi „ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla“ fór fram 20. október 2012 og tóku 48% þátt í henni. Sem sagt minnihluti þeirra sem voru á kjörskrá. 

Hefði „ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla“ verið samþykkt með meirihluta atkvæða hefur hún allt annað gildi ... þó sem ráðgefandi, ekki skuldbindandi.

Munurinn á meirihluta í þingkosningum og meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu er hins vegar afar mikill. Í þingkosningum er leikreglurnar þær að kosið í kjördæmum. Niðurstöðurnar í október 2016 urðu þær að ríkisstjórn var mynduð á þingi með meirihluta atkvæða þingmanna. Í því er þingræðið fólgið. Svo einfalt er það.

Nú kann einhver að segja að það sé óréttlátt að kjósa í kjördæmum. Aðrir eru því fylgjandi og rök eru fyrir hvoru tveggja. Meðan reglurnar eru þessar verða menn að una niðurtöðunum, þrátt fyrir þá annmarka sem hugsanlega kunna að fylgja.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslan“ 2012 fór hins vegar svo að hún varð ekki nothæf, hún var hvorki ráðgefandi né skuldbindandi. Menn geta ekki haldið því fram að þjóðaratkvæðagreiðsla sé gild með 48% kosningaþátttöku og um leið fullyrt að ríkisstjórn með 47% greiddra atkvæða sé ógild.

Í „ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni“ var spurt:  „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Aðeins 31% þeirra sem voru á kjörskrá samþykktu, en 15% voru á móti. 

Væri ætlunin að taka þessa spurningu sem skuldbindandi niðurstöðu mætti allt eins halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn með sín 29% atkvæða ætti að hafa meirihluta á Alþingi. Enginn gerir það. Þeir eru til sem fulyrða að ný stjórnarskrá hafi verið samþykkt.

Hins vegar er Þorvaldur Gylfason þannig innréttaður að hann grípur þau rök eða rökleysur sem hann hefur handbær og kjaftar sig að þeirri niðurstöðu sem honum hentar. Að því leitinu til eru þeir Þorvaldur og Donald Trump eins og tvíburar, sálufélagar.

Kjaftaskar eru alltaf til leiðinda, hvers lenskir sem þeir kunna að vera. Þeir eru ómarktækir vegna þess að það sem þeir segja er sífellt í bölvaðri þversögn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,... þannig innréttaður að hann grípur þau rök eða rökleysur sem hann hefur handbær og kjaftar sig að þeirri niðurstöðu sem honum hentar."

Hérna ertu að lýsa sjálfum þér  !

Merkilegt að sjá skrifin þín !   Hvað þarf fólk að verða gamalt til að getað hugsað sjálfstætt ?

Er enn verið að borga eitthvað með þessum skrifum ?  Það er enginn svona illa innréttaður  !

JR (IP-tala skráð) 26.1.2017 kl. 22:22

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka innlitið, þú nafnlausi maður. Nú hefurðu aldeilis komið upp um mig.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.1.2017 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband