Gyllt lambaspörð eru og verða lambaspörð

Mikil óskapleg náfnykur er nú af stjórnarandstöðunni eftir úrslit kosninganna í gær. Samfylkingin er nánast komin í gröfina. Formaðurinn rís upp við dogg og gefur út þá hálfggrátandi út þá yfirlýsingu að ekki komi til greina að Samfylkingin fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Fullyrða má að það sé yfirlýsing aldarinnar. Fyrir hönd Sjálfstæðismanna um allt land leyfi ég mér að fullyrða að við munum reyna að fara að vilja formannsins.

Katrín Jakobsdóttir og fleiri eigendur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa verið með sambærilega yfirlýsingar um Sjálfstæðisflokkinn. í viðtali við mbl.is segir Katrín:

Mér finnst þetta vera ákall um fjöl­breytt­ari radd­ir; nú eru komn­ir sjö flokk­ar inn á þing þannig að við erum með fjöl­breytt­ara lit­róf en áður. Það væri mik­il­vægt að ný rík­is­stjórn end­ur­speglaði það með ein­hverj­um hætti og auðvitað störf okk­ar á þing­inu.

Skilur einhver þessi orð? Nei, auðvitað ekki. Þetta er bara innantómt tal, ætlað að réttlæta þá nöturlegu stöðu að ekkert verður úr Lækjarbrekkuríkisstjórn. Eflaust er hægt að gylla lambaspörð en þau verða hins vegar aldrei neitt annað en lambaspörð.

Píratar ætla ekki að vinna með Sjálfstæðisflokknum og það er gagnkvæmt.

Niðurstaðan er því einhvers konar nástaða. Standi flokkar við yfirlýsingar sínar eru möguleikar á ríkisstjórn einungis ef Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn, Björt framtíð og/eða Framsóknarflokkurinn vinni saman.

Minna má á að Theódóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, náði kjör sem þingmaður BF. Hún er fulltrúi í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og BF í Kópavogi og það hefur gengið frábærlega vel.

Forðum var sagt að enginn borgarmúr væri svo hár að asni klyfjaður gulli kæmist ekki inn. Á sama hátt má telja að allar yfirlýsingar Vinstri grænna um að starfa ekki með Sjálfstæðisflokknum fjúki út í veður og vind ef tilboð kemur frá Bjarna. Jafnvel er líklegt að Samfylkingin rísi úr gröf sinni berist flokknum álíka tilboð.

 


mbl.is Útilokar eingöngu Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Ég myndi vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn vinna með Samfylkingunni og Framsókn þetta kjörtímabil. Ég myndi trúa að Samfylkingin myndi vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum þetta kjörtímabil. Samfylkingin hefur verið að falla frá því þau fóru í stjórnarsamstarf með Vinstri Grænum. Samfylkingin mun hverfa ef þau gera ekki eitthvað, að vinna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum væri fullkomin leið til að bæta ímynd sína fyrir almenning. Hvort Samfylkingin þurfi að bæta ímynd sína eða ekki get ég ekki dæmt um. Hinsvegar er augljóst að almenningur er ekki rosalega ánægð með Samfylkinguna. Formaður ykkar ætti því að sjá að "almenningur" vill eitthvað annað af þeim.
Mér finnst Samfylkingin vera mjög öflugur flokkur og myndi ég styðja hann ef ég væri ekki Sjálfstæðisflokksmaður í húð og bein. Myndi ég vilja að Samfylkingin yrði aðeins sveigjanlegri... Þetta "Við vinnum ekki með þeim" er augljóslega meira persónulegt fyrir Samfylkinguna heldur en að fylgja vilja þjóðarinnar. Ég myndi vilja sjá Sjálfstæðisflokk deila ríkisstjórninni með Samfylkingunni.

Einar Haukur Sigurjónsson, 30.10.2016 kl. 15:26

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta yrði nú ansi tæpur meirihluti, Einar Haukur. 21+8+3.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2016 kl. 15:37

3 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Já veit :( en ekki mikið betra í boði. Ef stærri flokkarnir vilja ekki vinna með X-D.

Eins ánægður og ég er fyrir X-D er ég mjög óánægður með útkomuna :(

Einar Haukur Sigurjónsson, 30.10.2016 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband