Eru framsóknarlausir fréttatímar í Ríkisútvarpinu framundan?

Nú þegar ný forusta hefur verið kjörin í Framsóknarflokknum velti ég tvennu fyrir mér:

  1. Er hugsanlegt að draga muni úr fréttaflutningi Ríkisútvarpsins af Framsóknarflokknum og fréttir fari að verða uppbyggilegri og meira upplýsandi um lífið og tilveruna?
  2. Gæti verið að vegur Framsóknarflokksins fari nú vaxandi eftir ótrúlega margar fréttir um flokkinn í Ríkisútvarpinu á undanförnum mánuðum?

Hið fyrra hefur verið svo þreytandi og leiðinlegt og endað með því að maður veit „of mikið“ um Framsóknarflokkinn, líklega meir en manni er hollt.

Hið seinna hefur ábyggilega ekki verið upphaflegt markmið fréttastofu Ríkisútvarpsins að hafa Framsóknarflokkinn sem fyrstu, aðra eða þriðju frétt í nær öllum fréttatímum. Afleiðingin hlýtur vera sú að sumt fólk veit hreinlega ekki hvernig á að lifa lífinu án flokksins og það greiði honum ósjálfrátt atkvæði í þingkosningunum í lok október.

Óska nú landsmönnum framsóknarlausra draumfara um ókomna framtíð og ekki síður framsóknarlausra frétta í Ríkisútvarpinu í jafnlangan tíman.

 


mbl.is Lilja Dögg kjörin varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er borin von Sigurður, því nú skal framsókn haltra í austur eða þola frekara niðurbrot af hálfu RUV og triggja verður að þeir hlíði.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.10.2016 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband