Lilja Rafney sigraði Bjarna Jónson Bjarnasonar erkióvin VG

Hún kom í heimsókn til mín flugan sem hafði setið á vegg í reykfylltu bakherbergi á aðalskrifstofu Vinstri grænna um helgina.

PrófkjörNokkur tíðindi hafði hún að segja og eru þau helst að Lilja Rafney Magnúsdóttir fékk að sigra í prófkjöri VG í norðvesturkjördæmi. Helsti óvinur flokksins er Jón Bjarnason sem hlýddi ekki forystunni í síðustu ríkisstjórn og hann á son sem bauð sig nú fram, flokknum til mikillar skelfingar. Sem betur fer náði flokkurinn að berja hann niður í annað sæti prófkjörsins.

Í fyrri pistlum hefur verið fjallað um prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu. Minnstu munaði að Bjarni Jónsson Bjarnasonar hefði sigur en ráðstjórninni í reykfyllta bakherberginu tókst með naumindum að hætta við prófkjörið á öðrum degi og bar fyrir sig að gallar hefðu verið í framkvæmd þess. Má það til sanns vegar færa því helstu vaktmenn ráðstjórnarinnar sváfu á verðinum og gættu þess ekki að sonur erkióvinarins, Jóns Bjarnasonar, væri í framboði. Við lá að þessi andskoti hefði fengið fyrsta sætið án samkeppni

Njósnir vaktmannanna bentu til þess að Skagfirðingar hefðu fylkt sér á bak við Bjarna og notað taktík Eyverja fyrir sunnan, berjast ákaft fyrir sínum manni. Var því ekki um annað að ræða en að fresta prófkjörinu svo forystan næði að safna nógu miklu liði til að berja á Bjarna.

Þetta þýddi allsherjar herútboð um allt kjördæmið og raunar víðar. Flykktust nú sannir og góðir sósíalist og kommúnistar til prófkjörstaða. Gamlir stalínistar, lenínistar og maóistar voru látnir ... kjósa, skipti engu hvort þeir væru með meðvitund eða ekki. Leitað var sérstaklega til femínista svo og þeirra karla og kvenna sem kenndir eru við móður sína en ekki föður. Yngra fólk þurfti að fresta verslunarferðum sínum til London og New York til að geta kosið. 

smoke-filled-roomNákvæmlega var fylgst með því hverjir kusu og nöfn þeirra send suður í greiningardeildina sem er innaf reykfyllta bakherberginu. Þar sátu ættfræðingar, mannfræðingar og stærðfræðingar og greindu kjósendur og giskuðu á hvað þeim myndu kjósa með 97,8% líkum.

Talið var þrisvar. Í fyrsta skiptið virtist Bjarni hafa sigrað með átta atkvæðum. „Teljið betur,“ skipaði goðinn að austan, og talningamenn snéru aftur inn í talningaherbergið sem er innan af greiningaherberginu sem er innan af reykfyllta bakherbergi forystunnar.

Og aftur var talið og þá kom í ljós að Lilja Rafney hafði sigrað með fjórum atkvæðum. „Ekki nóg,“ sagði goðinn að austan, og talningmennirnir töldu enn betur.

Þegar tuttugu og einu atkvæði munaði Lilju Rafney í hag fengu talningamennirnir að fara í gegnum reykfyllta bakherbergið og kynna niðurstöðurnar opinberlega.

En hvað eigum við að segja þegar fjölmiðlar spyrjast fyrir um fjöldann sem greiðir atkvæði í prófkjörinu, 859 manns á móti 139 árið 2013. Þetta gæti sumum þótt tortryggilegt.

„Ekkert vandamál,“ sagði goðinn að austan. „Við þegjum um þetta og bendum fjölmiðafólkinu okkar á að halda áfram að pönkast í Framsóknarmönnum, ekki gefa þeim nokkurn grið.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband