Hin eina og sanna fartölva

fartölvaSíðasta föstudag þurfti ég að leita á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og dvaldi þar langdvölum meira eða minna alla helgina. Lét það ekki mikið á mig fá en fylgdist grannt með starfsháttum þarna innan dyra og þjónustu sem ég og aðrir fengum.

Skemmst er frá því að segja að hún var til mikillar fyrirmyndar. Frábært starfsfólk og öll vinnubrögð afar fagleg. Eina sem ég get sett út á eru stólarnir sem sjúklingar eru nauðbeygðir til að nota. Held ég þurfi endurhæfingu eftir langsetur á þeim.

Þrátt fyrir að krankleiki minn og annarra sé ekki neitt skemmtiefni gat ég ekki annað en glott (hló inni í mér af almennri tillitssemi) þegar ég sá starfsmann vaða um ganga og ýta á undan sér háborði með tölvu, og hamraði hann ótt og títt á hana.

Datt mér í hug að þarna væri komin hin eina og sanna fartölva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skemmtileg athugasemd sjúklings, vænti þér bata sem snarast Sigurður.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2016 kl. 14:48

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir, Hrólfur. Er stöðugt að reyna smile

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.8.2016 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband