Dagur borgarstjóri gagnrýnir skólastjórnendur fyrir ađ fara í fjölmiđla

En mér finnst ekki ađ viđ sem stjórnendur borgarinnar ţurfum ađ vera ađ skiptast á einhverjum sendingum í gegnum ályktanir eđa fjölmiđla til ađ fá ţađ fram.

Ţetta segir Dagur Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og samfylkingarmađur í viđtali viđ Ríkisútvarpiđ. Tilefni eru áhyggjur skólastjóra grunnskóla vegna niđurskurđar fjárframlaga til skólanna og ţeir geti ekki lengur haldiđ uppi eđlilegri ţjónustu.

Hefđi einhver ráđherra ríkisstjórnarinnar gagnrýnt ađ hjúkrunarfrćđingar vćru ađ álykta um ónóg framlög til heilbrigđismála eđa starfsmenn Vegagerđarinnar ályktađ um of litlar fjárveitingar í vegagerđ hefđi einfaldlega allt orđiđ vitlaust í fjölmiđlum landsins. Ráđherrann hefđi veriđ sakađur um ólýđrćđislegar tilhneigingar, ţöggun og eitthvađ enn verra. Sérstakur ţáttur hefđi veriđ í Kastljósi Ríkisútvarpsins um máliđ og til kvaddir helstu andstćđingar ráđherrans sem álitsgjafar.

En ţegar Dagur borgarstjóri gagnrýnir ályktanir skólastjórnenda og ađ ţeir skuli dirfast ađ rćđa málin í fjölmiđlum ríkir ţögn um máliđ. Ţađ er hins vegar fjarri öllum sannleika ađ Dagur borgarstjóri hafi fyrst frétt ađ vandanum í fjölmiđlum.

Á sama hátt er mikil fjölmiđlaumrćđa um heilbrigđismál og ráđherra óspart gagnrýndur fyrir ađ veita ekki nćgu fé til málaflokksins, hvađ ţá Landspítalans. Gagnrýninni linnir ekki ţó ţađ sé stađreynd ađ aldrei hafi veriđ variđ jafnmiklu fé í hvort tveggja.

Dagur borgarstjóri kemst upp međ ađ segja ađ 10% meira fé sé veitt til grunnskóla og leikskóla á ţessu ári og hinir gagnrýnu fjölmiđlar eru bara sáttir viđ greinagóđ svör.

Engu skiptir ţó leiksskólastjórar segi ađ ţeir muni ekki geta keypt nćgan mat fyrir börnin út ţetta ár vegna kröfu um niđurskurđ í rekstri.

Engu skiptir ţó skólastjórar í grunnskólum kvarti yfir flótta kennara frá Reykjavík til nćstu bćjarfélaga vegna betri kjara og betri ađstćđna. Ţar fá grunnskólabörn betri ţjónustu en í Reykjavík.

Ţađ er ţó huggun harmi gegn ađ meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur eitt sameiginlegt hjarta og ţađ slćr í takt međ „skólunum og skólamálum.“

Líkur benda til ađ hjartađ sé ekki vandamáliđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Geir Leifsson

En bílarnir fara altént hćgar um Grensásveginn tongue-out

Björn Geir Leifsson, 30.8.2016 kl. 16:12

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Nú hló ég upphátt, gamli félagi. Skellihló.smile

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.8.2016 kl. 16:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband