Einbeittur vilji Katrínar Jakobsdóttur til útúrsnúnings

Þeir sem lesa færslu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á Facebook átta sig ábyggilega á því hvað hann á við þegar hann ræðir um stefnunleysi fjölmiðla. Orðin eru einföld og skýr. Hins vegar þarf einbeittan vilja til útúrsnúnings að leggja út af þeim eins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir gerir á mbl.is.

Fjölmiðlar mega alveg taka orð Bjarna til sín og þá er það einfaldlega undir þeim komið hvort brugðist er við þeim og þá hvernig. Hitt vekur athygli hvernig Katrín Jakobsdóttir tekur á ummælunum. Hún vill vita hvernig Bjarni, efnahags- og fjármálaráðherra, ætli að „bregðast við“ rétt eins og það sé verkefni hins opinbera að hafa skoðun á fjölmiðlum eða hvernig þeir sinna hlutverki sínu.

Væri Katrín Jakobsdóttir ráðherra, sem hún er ekki (sem betur fer), myndi hún stofna nefnd um málið. Nefndin myndi síðan leggja til að búið væri til fjölmiðlanefnd (úbbs hún er til, hver skyldi hafa stofnað hana).

Fjölmiðlanefnd myndi leggja til opinbera stofnun sem nefnist Fjölmiðlunarstofa. Um síðir, nokkrum mánuðum síðar, væri stofnað fjölmiðlunarráðuneyti. Fyrsti ráðuneytisstjórinn yrði ábyggilega vildarvinur ráðherrans. Þannig er hin nýja vinavæðin Vinstri grænna. Í kjölfarið verða skattar hækkaðir til að hægt sé að reka sístækkandi bánknið.

Þeir sem áhuga hafa á orðum Bjarna er bent á þessa færslu hans á Facebook.


mbl.is „Þung orð“ Bjarna um fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband