Er ósanngirni og óréttlćti bćđi ósanngjörn og óréttlát ...?

Sanngirni og réttlćti eru hugtök sem öllum líkar. Vandamáliđ lýtur hins vegar ađ samhengi ţeirra hverju sinni. Mitt réttlćti og mín sanngirni er ekki alltaf hiđ sama og nágranna míns. 

Góđur mađur sagđi einhvern tímann ađ ríki án réttar og réttlćtis sé ekkert annađ en risavaxinn rćningjaflokkur. Slík ríki hafa veriđ mörg í sögu síđustu aldar. Löngu áđur hafđi annar hugsuđur sagst unna lífi og réttlćti. En hann bćtti ţví viđ ađ fengi hann ekki notiđ hvort tveggja ţá kysi hann réttlćtiđ.

Já, ţetta er djúp hugsun en í raun falleg og svo ákaflega sönn. Vandamáliđ byrjar ţegar réttarríkiđ virđist ekki vera skilvirkt og saklausum manni er refsađ en sá seki fćr ađ ganga laus. Á tímum virkra samfélagsmiđla og athafnasamra fjölmiđla berast fréttir hratt og mörgum er ţá ofbođiđ. Lausnin er ţá oft sú ađ ráđist er gegn dómurum og ţeim kennt um ósanngirni og óréttlćti.

Oft eru ásakanir um ósanngirni og óréttlćti afar ósanngjarnar og óréttlátar. Ţannig er ţađ bara.

Nokkur vandi steđjar ađ nútíma samfélagi međ fjölmiđlum sem segja ekki ađeins fréttir heldur hafa skođanir og samfélagsmiđlum međ margvíslegar skođanir. Allir vita ađ saman er kraftur ţessara miđla afar mikill sameinist ţeir um eina skođun. Hugsanlega er ţađ gott. Verra er hversu margir eru snöggir ađ taka afstöđu sem er byggist lítiđ á öđru en yfirborđsţekkingu. Dómstóll götunnar er oftar en ekki ómarktćkur vegna ţess ađ á götum eđa torgum er hvorki réttađ né dćmt, hvađ ţá ađ ţar sé dómum fullnćgt.

Sé dómurum gert ađ fara eftir einhverju öđru en lögum og reglum í dómum sínum er réttarríkiđ í miklum vanda statt. Í báđum tilvikum kemur brestur í samfélagiđ og sanngirni og réttlćti skađast.

Oft er erfitt ađ afsanna sök. Sá sem dómstóll götunnar hafđi fundiđ sekan um ađ drepa hund átti í miklum vanda sem leystist ţó um síđir er hundurinn fannst sprelllifandi. Hver urđu ţá viđbrögđ dómstólsins? Jú, hann sagđi bara úbbs ... 

Hversu mikiđ sem dómur kann ađ virđast ósanngjarn er ţađ miklu verra og alvarlegra ţegar ráđist er ađ dómurum međ ávirđingum og jafnvel mótmćlum. Ástćđan er einfaldlega sú ađ almenningsálitiđ breytist rétt eins og vindáttin og enginn leggur ţví línurnar. Hversu marktćkir verđa dómar ef lög og reglur eru ekki grundvöllur ţeirra heldur almenningsálitiđ?


mbl.is Hćtta af hrćđslu viđ hótanir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband