10.000 ára fótspor í Vífilsfelli?

Fótspor2Á hinu gáfulega vefriti iflscience er grein um steingert fótspor manns sem talið er að sé 1,9 milljón ára gamalt. Ekki er vitað hver á sporið en talið að hann sé látinn.

Þetta minnir mig á fótsporið sem ég fann í móberginu á Vífilsfelli fyrir stuttu og hafði vit á að taka mynd af. Fjallið myndaðist við eldgos á fyrra jökulskeiði og síðan gaus aftur á síðara jökulskeiði sem lauk svo fyrir um 10.000 árum.

Móberg myndast þegar gosefni splundrast í vatni og setjast oftast þar til. Með tíð og tíma þéttast þau og harðna og þá verður til þessi mjúka, brúnleita bergtegund. Raunar er það svo að móberg getur myndast mjög hratt eins og sannaðist best í Surtseyjargosinu.

Fótspor VífÁ síðasta jökulskeiði er talið að um 600 til 1000 m hár jökull hafi verið yfir því landi sem nú nefnist höfuðborgarsvæðið. Líklega hefur jökullinn verið við hærri mörkin yfir Bláfjöllum.

Með allt ofangreint í huga er svona frekar ólíklegt að ég hafi rekist á fótspor. Varla hefur nokkur maður lagt lykkju á krók sinn (eins og sumir segja), að eldstöðin og stigið í mjúka gosöskuna sem síðan hefur geymt fótsporið um þúsaldir.

Varla ... en ef til vill ekki útilokað (hér er við hæfi að setja broskall).laughing

Nú verða lesendur bara að geta upp á því hvor myndin sýni eldra fótsporið. Gef hér eina vísbendingu. Af umhverfisástæðum geng ég yfirleitt ekki berfættur á fjöll

(og annar broskall).smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist að þessi steinaldarkarl hafi notað skóstærð 46.cool 

Vífilfell virðist þér einkar hugleikið. Mig langar til að vita hvað það er við Vífilsfellið sem heillar þig svona?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 20:55

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér sýnist að þú hafir rétt fyrir þér, Rafn.

Sko ... eflaust er það langt mál að skýra hvers vegna mér líkar svona vel við þetta fjall. Jafnvel er engin skýring til. Hins vegar þykir mér það ákaflega fallegt, ég er heillaður af móbergsmynduninni sem er svo myndræn, brattinn, fámennið, útsýnið ... Hins vegar er engin saga af því, nema skröksagan um Vífil þræl. Kíktu á vefinn vifilsfell.is.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.7.2016 kl. 21:00

3 identicon

Hef gengið á það nokkrum sinnum en það er ansi langt síðan ég gekk á það síðast, sennilega 15 ár eða svo. Þarf endilega að endurnýja kynnin við það.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 21:49

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta fótspor sem á að vera 1,9 miljón ára gamalt er sennilega bara bjarnarspor þar sem fram og afturfótur hefur stigið niður á sama stað og kannski tvö dýr. Ég hef þá reynslu að útiloka ekkert í þessum málum eins og öðrum sem varða mankynsöguna og als ekki fotspor á Íslandi þar sem, eins og við nú vitum, eru mörg spor frá Grænlandi í bergi á suðurlandi.

Eyjólfur Jónsson, 15.7.2016 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband