Kristján M. Baldursson

Kirstján 1Dánartilkynningar í dagblöđum eru jafnan svo látlausar og hógvćrar ađ viđ liggur ađ lesandinn fletti framhjá ţeim. Dag einn greip ţó augađ mynd sem ég kannađist viđ og mér til mikillar undrunar og sorgar var ţar sagt frá ţví ađ gamall vinur, Kristján M. Baldurssonar hafi orđiđ bráđkvaddur.

Ég man ekki lengur hvenćr viđ Kristján kynntumst en líklega hefur ţađ veriđ í einhverjum ferđum međ Ferđafélagi Íslands og Útivist. Síđar varđ hann framkvćmdastjóri Útivistar. Sem slíkur hafđi hann samband viđ mig eftir ađ ég kom frá námi í Noregi áriđ 1987 og bađ mig um ađ taka ađ mér fararstjórn í nokkrum ferđum.

891027-20Ţetta var upphafiđ af afar skemmtilegu tímabili í lífi mínu ţar sem ég var fararstjóri í fjölda ferđa víđa um land. Kristján vissi svo sem ágćtlega af ţví ađ starfiđ átti vel viđ mig og lét mig jafnvel taka ađ mér ferđir á stađi sem ég ţekkti lítiđ sem ekkert.

Kristján var rólegur mađur og yfirvegađur, hófsamur í öllu en traustur og góđur félagi. Hann var glćsilegur á velli, höfđinu hćrri en flestir ađrir, grannur, spengilegur og bar sig vel. Um leiđ var hann ágćtlega máli farinn, sannfćrandi í samtölum og skrifađi góđar greinar, jafnan um ferđir og ferđalög. Og hafđi gott skopskyn.

Gott var ađ umgangast Kristján. Hann var umtalsgóđur, lagđi aldrei illt til nokkurs manns hvorki í orđi né ćđi. Ţetta er engin fullyrđing heldur dagsatt og sannađist heldur betur ţegar hann hćtti sem framkvćmdastjóri Útivistar áriđ 1990 til ađ taka viđ sömu stöđu hjá Ferđafélaginu.

Útivistarmenn kvöddu Kristján, vin sinn, og ţeir hjá Ferđafélaginu fögnuđum góđum starfskrafti.

Hvergi örlađi á kala, allir voru sáttir og vináttuböndin héldu. Auđvitađ fannst mörgum ađ ţađ vćri nú ekki gott ađ missa manninn yfir til „erkióvinarins“. Ţeir sem höfđu skopskyniđ í lagi göntuđust og héldu ţví fram ađ ţessi sending myndi ábyggilega ríđa Ferđafélaginu ađ fullu en veltu ţví svo fyrir sér hvernig hefndin yrđi ...

Auđvitađ var Kristján ekkert annađ en hvalreki fyrir Ferđafélagiđ og hann átti mikinn ţátt í ţví ađ breyta félaginu úr stađnađri og ţunglyndislegri „stofnun“ í lifandi og ţróttmikiđ félag eins og ţađ er í dag.

Kristján ţekkti vel til landsins, kunnugur ótrúlega fjölda stađa og fór á marga ţeirra sjálfur sem fararstjóri á vegum Útivistar og Ferđafélags Íslands, kynnti landiđ og sögu ţess fyrir farţegum sínum. Hann átti sinn ţátt í ţví ađ gera útiveru og ferđalög ađ eftirsóknarverđri afţreyingu fyrir ţúsundum Íslendinga. 

Kristján var sannur útivistarmađur alla tíđa, unni landi sínu og náttúru ţess. Hans verđur sárt saknađ. Örlögin höguđu ţví ţannig ađ ţessi öndvegismađur varđ bráđkvaddur, hneig niđur í upphafi gönguferđar. Ţar međ var lífsgöngunni lokiđ, langt fyrir aldur fram. 

Ég sendi konu hans, Elínu Ýrr, börnum ţeirra og barnabörnum mínar innilegustu samúđarkveđjur. Kristján var auđugur mađur. Átti góđa konu, fjögur börn og fjögur barnabörn.

Minning góđs drengs mun sannarlega lifa og ţađ er gott.

Útförin hans fór fram frá Bústađarkirkju 1. júlí 2016 kl. 13. Athöfnin var afar falleg og kirkjan trođfull af fólki. Prestur var séra Pálmi Matthíasson, organisti Jónas Ţórir, Ragnheiđur Gröndal söng og Guđmundur Pétursson spilađi undir á gítar. Kammerkór Bústađakirkju söng.

Myndir:

Efri myndin er tekin á tjaldsvćđi í Núpsstađaskógum í ágúst 1985. Kristján er standandi lengst til vinstri. Hćgra megin viđ hann er Ţorleifur Guđmundsson sem lengi var fararstjóri.

Fyrir neđan er mynd sem tekin var á Lýsuhóli, í haustferđ Útivistar á Snćfellsnes í október 1989. Kristján situr í öndvegi og vinstra megin viđ hann sýnist mér ađ sé Elín sem síđar var konan hans. Hćgra megin viđ hann er Jóhanna Boeskov, formađur Útivistar. Mig minnir ađ ţetta hafi veriđ síđasta ferđ Kristján međ Útivist áđur en hann gerđist framkvćmdastjóri Ferđafélagsins.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband