Kúbu-Gylfi fær enn eina ráðninguna

Þannig liggur fyrir að Gylfi Magnússon, stjórnarmaður, vildi stefna að því að lágmarka skatta Orkuveitunnar með notkun aflandsfélags - þó Gylfi Magnússon, háskólakennari, finni aflandsfélögum allt til foráttu. Gylfi Magnússon, ráðherra, hafði ekki meira við aflandslögsögur að athuga en að hann ákvað að ráða guðföður aflandsfélaga Íslendinga, sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins!

Höfundur þessara orða er Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann ritar grein í Morgunblað dagsins og hirtir Gylfa Magnússon réttileg fyrir pólitískan vingulshátt og raunar rugl. Brynjar segir:

Í fjölmiðlum nýverið fór Gylfi Magnússon, fyrrum ráðherra og sérstakur stuðningsmaður Icesave-samninga, hörðum orðum um aflandsfélög. Þessi félög hefðu skapað helsjúkt samfélag og haft mjög vond áhrif á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. Þegar honum var bent á að hann sjálfur sem stjórnarmaður í Orkuveitunni hefði verið fylgjandi því að Orkuveitan stofnaði slíkt félag, sagði Gylfi að ekki væru öll aflandsfélög slæm. Svo væri ekki um það félag sem Orkuveitan hefði haft uppi hugmyndir um að setja á laggirnar. Þannig eru væntanlega öll aflandsfélög slæm nema þau sem Gylfi vildi stofna.

Líklega hefur Gylfi aldrei fengið aðra eins ráðningu eins og í þessari grein Brynjars.

Ríkisstjórnarseta Gylfa var ein sorgarsaga Hann æltaði að koma þjóðinni inn í ESB og hann hótaði þjóðinni vegna Icesavef. Þá fékk hann viðurnefnið Kúbu-Gylfi vegna þess að hann fullyrti, án nokkurs fyrirvara, að ef hún samþykkti ekki Icesave samninginn myndi Ísland einangrast efnahagslega og enda raunverulega eins og Kúba.

Skemmst er frá því að segja að Ísland gekk aldrei inn í ESB, Icesave samningunum var í tvígang hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu (þökk sé atbeina forseta Íslands) og enn erum við að bíta úr nálinni vegna embættisverka Gylfa viðskiptaráðherra og ríkisstjórnarinnar sem hann sat í. Flestir muna líklega eftir því að þessi ríkisstjórn einkavæddi tvo banka með því að gefa þá kröfuhöfum. Einnig ætti mönnum að vera kunnugt um afdrif Sparisjóðs Keflavíkur.

Þetta „litla“ dæmi um Gylfa er lýsandi um verk vinstri manna og sögulega fölsun. Í dag gengur starf þeirra út á að réttlæta mistökin í vinstri stjórninni. Sem betur fer er enn til fólk með óskert minni og getur hrakið orðavaðalinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Kr

Þetta er ákaflega ósmekklegur pistill hjár þér. Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju þurfti að semja um Icesave? gæti það verið vegna þess að ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar seldi bankana til fjárglæframanna. Manna sem tengust fyrrgreindum flokkum. Hvaða banka gaf ríkisstjórnin kröfuhöfum?

Jónas Kr, 9.5.2016 kl. 15:45

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fyrir alla muni, Jónas. Segðu mér hvers vegna þetta er ósmekklegur pistill.

Við þurftum ekki að semja um Icesave. Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms samdi þrívegis um Icesave. Tvisvar var samningum um Iceseva hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hins vegar skil ég ekki það sem þú segir. Hver er tengingin milli samninga um Icesave og þessara „fjárglæframanna“ sem þú nefnir?

Líklega ertu ekki vel að þér í þessum málum. Hverjir eignuðust gjaldþrota bankana? Ríkissjóður keypti Landsbankann en hver rak hina bankana? Veistu það, Jónas? Var það ríkið eða einhverjir aðrir?

Seldi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins Glitni til fjárglæframanna?

Þú svarar væntanlega þessum spurningum skilmerkilega.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2016 kl. 16:08

3 Smámynd: Jónas Kr

Hér koma nokkrar athugasemdir

Ath. 1. Alandsfélag OR: Hér er beiðni um aflandsfélag dregin til baka. Sjá: file:///C:/Users/Notandi/Downloads/doc05475820160226143055.pdf 

Því er spurning um hvaða aflandsfélag var Brynjar að tala. 

Ath. 2. 16.11.2008 samþykkti ríkisstjórn Geirs Haarde greiðsluskyldu á Icesave. "Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis." Sjá: https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3228

Eins og hér má sjá þá viðurkenndi ríkisstjórn og Alþingi greiðsluskyldu allt frá upphafi.

Það sem ég er að velta fyrir mér er, hvað hefði skeð ef Íslendingar hefðu tapað málinu fyrir EFTA dómstóllinum. Á heimasíðu tryggingarsjóðs innistæðueigenda er sagt " Ítrustu kröfur DNB og FSCS má meta á um eitt þúsund milljarða króna með vöxtum og kostnaði." Hvað telur þú?

Ath 3. Ríkisstjórn Jóhönnu gaf ekki bankanna. Sjá skýrslu  Brynjars Níelssonar segir „Eignir gömlu bankanna eru varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Fráleitt væri því að ætla þeim, sem tekur eignir eignarnámi, að meta verðmæti þeirra og án allrar aðkomu þess sem þola þarf eignarnámið.“ Sjá: http://www.althingi.is/pdf/1401078_BN.pdf

Þú veist alveg hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans. Starfsmaður einkavæðingarnefndar bankanna, Steingrímur Ari Arason, sagðist aldrei hafa kynnst öður eins vinnubrögðum og sagði af sér. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2002/09/11/steingrimur_ari_arason_segir_sig_ur_einkavaedingarn/

Jónas Kr, 9.5.2016 kl. 19:47

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll aftur. Tóm leiðindi að hlaupa svona fram og til baka og grauta í öllu, svara engu en bæta svo í vitleysuna.

Í fyrstu athugasemdinni segir þú: „Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju þurfti að semja um Icesave?“ Óskiljanleg athugasemd.

Engir samningar voru gerðir um Icesave. Punktur. Málið er dautt. Fór fyrir dóm og Ísland sýknað. Tuð um eitthvað sem ríkisstjórn Geirs Haarde gerði skiptir ekki nokkru máli, enginn ræðir það. Málið er dautt. Steindautt. Það eina sem lifir er að þáverandi ríkisstjórn reyndi að gera ríkissjóð ábyrgan fyrir skuldum einkafyrirtækja. Þjóðin hafnaði því í tvígang.

Hver reyndi að gera ríkissjóð ábyrgan fyrir gjaldþroti einkafyrirtækja? Gylfi Magnússon, ríkisstjórnin sem hann sat í og þáverandi meirihluti á Alþingi.

Hverjir stóðu að stofnun aflandsfélags OR? Gylfi Magnússon og fleiri.

Hef ekki áhuga á að ræða mál í skildagatíð. Hefðir þú skrifað fyrstu athugasemdina ef þú værir betur að þér? Þú sérð að svona tal er marklaust.

Ertu búinn að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankana?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2016 kl. 20:04

5 Smámynd: Jónas Kr

Af hverju gerir þú enga tilraun til að svara einu né neinu.  

Ríkisstjórn Geirs Haarde samþykkti greiðsluskyldu í Icesave málinu. Það er ekkert kjaftæði sem engu skiptir. það aðalatriði málsins. Þess vegna voru gerðir samningar sem lagðir voru fyrir Alþingi. Þessir samningar voru feldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Jóhönnu vann að gerð þessara samninga vegna þess að það var talið hagstæðara að semja heldur en að setja málið fyrir dóm. Hér er fróðleg ritgerð um Icesave dóminn. Þar segir meðal annars.

„Það er niðurstaða höfundar að dómurinn sé um margt mjög sérstakur og að líklega hefði verið auðveldara að rökstyðja öndverða niðurstöðu út frá sjónarmiðum Evrópuréttar en að engu að síður hafi önnur niðurstaða en sú sem EFTA dómstóllinn komst að verið ótæk í ljósi þeirra galla sem Icesave málið afhjúpaði á innistæðutryggingakerfinu.“

Sjá: http://skemman.is/stream/get/1946/19197/43559/1/Meistararitgerd_Icesave_B5_Hjalti.pdf

Semsagt málið vannst vegna galla í innistæðutryggingakerfinu en nánast enginn lögfræðingur taldi að Ísland mundi vinna málið Fyrir EFTA dómstólnum.

Mér langar til að vita hvað þú telur að hefði skeð ef Ísland hefði tapað málinu Fyrir EFTA dómstólnum? Það væri gott ef þú gætir svarað þessu með öðru enn útúrsnúningum.  

Jónas Kr, 9.5.2016 kl. 22:11

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll. Hér eru svörin enn einu sinni:

    • Þetta er ákaflega ósmekklegur pistill hjár þér. Skýrðu út fyrir mér hvers vegna þú telur pistilinn „ósmekklegan“.

    • Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju þurfti að semja um Icesave? Ekki þurfti að semja um Icesave. Málið lá klárt fyrir samkvæmt áliti fjölmargra, ekki síst lögmanna sem unnið höfðu að málinu. Tugþúsundir lögðust gegn því að ríkisábyrgð væri veitt til tryggingar skuldum einkafyrirtækja, banka. Forseti synjaði Icesave samningum ríkisstjórnarinnar staðfestingar, þjóðin felldi þá í tvígang og þingið í þriðja skiptið. Ég var og er ekki einn um andstöðuna gegn þessum samningum.

    • gæti það verið vegna þess að ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar seldi bankana til fjárglæframanna. Manna sem tengust fyrrgreindum flokkum. Þetta viðhorf er hið sama og að kenna þeim sem selur hníf eða skæri um skaða sem sá er keypti olli öðrum. Lestu skýrslu ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna. Meira að segja ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms treysti sér ekki í að rannsaka einkavæðinguna enda var þar ekkert að fela.

    • Hvaða banka gaf ríkisstjórnin kröfuhöfum? Þetta veistu vel. Þessari spurningu er betra að svara með annarri. Hvers vegna afhenti síðasta ríkisstjórn bankana til kröfuhafa án þess að fá neitt upp í tjón ríkissjóðs og viðskiptavina þeirra.

    Ég hef engan áhuga á að svara kjánalegri spurningu um hvað hefði gerst ef ... Ég og tugþúsundir annarra voru og eru á þeirri skoðun að hagsmunir þjóðarinnar hafi verið fólgnir í því að hafna Icesave samningunum síðustu ríkisstjórnar með þeim klyfjum sem fylgdu. Og eins og þú veist hefur þjóðinni tekist að komast upp úr kreppunni sem fylgdi hruninu, meðal annars vegna þessa.

    Bið þig svo vel að lifa, Jónas, eða hvað svo sem þú heitir.

    S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.5.2016 kl. 09:18

    7 Smámynd: Jónas Kr

    Þú segir „Ekki þurfti að semja um Icesave.“ ????????    Þetta er einfaldlega rangt, eins og ég rakti í síðustu athugasemd. Ef þú telur að ég hafi rangt fyrir mér þá langar mig að fá rökstudd svar.

    Þú segir einnig "Ég hef engan áhuga á að svara kjánalegri spurningu um hvað hefði gerst ef" Þetta er ekkert kjánaleg spurning, heldur spurning um kostnað ef málið hefði tapast. 

    Hvernig væri að stunda málefnalegar umræður, nefna heimildir fyrir fullyrðingum og svo framvegis. 

    Jónas Kr, 10.5.2016 kl. 11:01

    8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

    Sæll, enn og aftur, Gylfi Magnússon, Jónas eða hvað sem þú heitir.

    Farðu inn á vefsíðu Indefence hópsins og þar færðu flest svör við þeim álitamálum sem valda þér áhyggjum. Þar er góð heimild.

    Síðast en ekki síst. Icesave málinu er lokið. Öllum er ljóst að það var fyrrverandi ríkisstjórn til gríðarlegs álitshnekkis.

    Heimildir:

      • Úrslit tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna.

      • Niðurstaða kosninganna 2013.

      Bið nú huldumanninn sem tuðar hér út í eitt í vonsku sinni vel að lifa. Margt þarfara er að gera en að svara geðillskulegu tuði þínu um réttlætingu á málum sem síðasta ríkisstjórn hélt afar illa á. Kúbu-Gylfi líka.

      S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.5.2016 kl. 13:15

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband