Orđ bera keim af ţeim sem ţau mćla

SiluettaŢú getur ekki vađiđ tvisvar í sömu ánni. Ţađ er alltaf nýtt vatn sem leikur um fćtur ţér.

Svo mun vera um vatniđ eins og Heraklítus sagđi í Grikklandi fyrir um 2500 árum. Og eins er ţađ međ vatniđ og tímann, hvort tveggja er alltaf nýtt sé rétt taliđ.

Ári ađ ljúka og nýtt ađ byrja. Ţetta nefnast oft tímamót og ćđi margir upphefjast rétt eins og ađ áramót hafi í för međ sér náttúrulegar breytingar. Svo er nú ekki. Hinn 1. janúar er litlu frábrugđinn 31. desember. Eini munurinn er talning tímans. Rétt eins og ţegar sekúnda verđur ađ annarri, mínúta mćtir ţeirri nćstu, klukkustundir rađast í tímanna safn og svo gerist međ daga, vikur, mánuđi og endanlega hvert ár.

Ţrátt fyrir óteljandi slík mót gerist ekkert í náttúrunni, ađ minnsta kosti ekkert sem viđ leikmenn greinum. Hún heldur ekki upp á neitt. Engin uppstytta verđur í tilefni áramóta, himinninn mun ekki skjóta eldingum og ţeyta ţrumum. Sólin mun ekki gćgjast óvćnt fram úr skýjunum eđa hitastig dagsins breytast. Ekkert tekur tillit til tímans ţó svo ađ hann sé alls stađar allt um vefjandi. Náttúran er einfaldlega blind, miskunnarlaus og ópersónuleg. Allt fram streymir endalaust. Jafnvel dýrin skynja ekki nokkra breytingu nema hugsanlega fyrir tilstilli manna. Kýrnar tala ekki mannamál um áramót. Hvorki hundur né köttur tárast og óska hvorum öđrum gleđilegs árs.

Jafnvel klettarnir opnast ekki og huldufólk syngur ekki messu í Tungustöpum landsins og óskasteinninn er ófundinn. 

Svona er ţetta nú gjörsamlega gerilsneytt og leiđinlegt ţegar litast er um međ gagnaugunum. 

Samfélag manna er hins vegar međ allt öđrum brag og ţar er lífiđ miklu bjartara en kuldaleg náttúran gefur tilefni til. Viđ njótum tímans, teljum hann, söfnum honum og geymum til upprifjunar. Dagsmótin eru raunveruleg. Viđ leggjumst til svefns ađ kvöldi dags og vöknum ađ morgni annars. Fyrr en varir fögnum viđ vikulokum og ţannig eru vikumótin nćr áţreifanleg. Svo er um mánađamót, árstíđir og áramót.

Af tilefninu eru ávörpin eru lík og af tilfinningu veitt. Góđan dag, góđa helgi, til hamingju međ afmćđiđ, gleđileg jól, gleđilegt sumar ... og gleđilegt ár.

Allt beinist ţetta ađ ţví sama, ađ viđ og allir ađrir getum glađst. Ţannig er lífiđ bara  okkuđ indćlt hvort sem viđ erum búsett hér á landi eđa annars stađar enda eiga flestir ţá ósk ćđsta ađ njóta lífsins međ sínu fólki. Eđa eins og Tómas Guđmundsson, skáld orđađi ţađ í ljóđinu „Ljóđ um unga konu frá Súdan“:

Samt dáđist ég enn meir ađ hinu, 
hve hjörtum mannanna svipar saman
í Súdan og Grímsnesinu.

Skrýtilegt er ţađ nú samt hversu fáir virđast gera sér grein fyrir einföldum sannindum.

Í takti viđ annađ fólk er ekki úr vegi ađ ég snýti mér, ţurrki tárin af hvörmum og manna mig upp í ađ óska lesendum mínum gleđilegs og ekki síst gćfuríks komandi árs. Svo held ég til ţess fólks sem ég unni mest. En fyrst ţetta:

Lítill drengur spurđi föđur sinn hvort Neró hefđi ekki veriđ slćmur mađur. 

„Gerspilltur,“ svarađi fađir hans ...

Löngu síđar spurđi annar drengur föđur sinn hins sama.

„Ég veit ekki hvort hćgt er ađ segja ţađ,“ svarađi fađirinn. „Mađur má ekki dćma of hart. en ţví verđur ekki neitađ ađ hann fór oft miđur heppilega ađ ráđi sínu.“

Hér á landi tíđkast ađ dćma hart. Virkir í athugasemdum rćđa smámál líkt og morđ og ţar af leiđir ađ ţegar um morđ er fjallađ er munurinn á ţví á smáatriđum enginn. Ţannig er líka pólitíkin, umrćđuhefđi. Óţrifataliđ rćđur öllu enda er ţađ tilgangurinn sem helgar međaliđ eins og svo oft áđur.

Ţessu verđur ađ breyta í stjórnmálum og umfjöllun um ţau, jafnt á Alţingi, í fjölmiđlum, í athugasemdakerfum fjölmiđla sem og á kaffistofum og heita pottinum.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ orđ bera keim af ţeim sem ţau mćla. Orđum sínum getur enginn afneitađ. Betra er ţví ađ hugsa sig um áđur en illt er mćlt.

Ég óska lesendum mínum og nokkrum öđrum landsmönnum gleđilegra áramóta og öllum farsćldar á komandi ári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleđilegt ár kćri bloggfélagi.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 1.1.2016 kl. 01:02

2 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Ţakka ţér Sigurđur margt gott á liđnu ári.  Hafđi nćgju og nćđi á nýju ári og ţá ţarf ekki lengi ađ bíđa frjóanna.

Hrólfur Ţ Hraundal, 1.1.2016 kl. 12:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband