Birtutíminn lengist ekki þó klukkunni verði flýtt

Sú hugsun að gott sé að breyta klukkunni svo bjartara verði fyrr á daginn er skiljanleg. Hugsunin gengur þó frekar skammt. Í dag er birtutíminn rétt rúmar fimm klukkustundir. Hann lengist ekki við það að breyta klukkunni. 

Margir óska sér að bjartara verði fyrr á daginn, það er í dag verði sólarupprás kl. 9:37 í stað 10:37.

Afleiðingin verður þá einfaldlega sú að síðdegis skellur myrkrið fyrr á, það er rétt rúmlega klukkan þrjú í stað um fjögur.

Auðvitað eru þeir til sem vilja frekar bjartari morgna en dagurinn verður því miður ekkert lengri þó við breytum klukkunni. Í dag höfum við aðeins þessar fimm klukkustundir til ráðstöfunar og myndum við breyta henni þannig að sólarupprás verði klukkan átta þá er bara komið myrkur klukkan tvö. 

Í sannleika sagt skiptir einn klukkutími til eða frá að morgni dags sáralitlu nema að því leiti að myrkrið verður fyrr á ferðinni síðdegis.

Fólk sem telur skammdegið ógna sálarheill sinni verður einfaldlega að finna aðrar leiðir til að takast á við vanda sinn heldur en að krefjast breytingar á klukkunni.

Enn er tæpur mánuður til 21. desember og myrkrið sækir á. Eftir það eru aðeins þrír mánuðir í jafndægur. Þannig hefur það verið æði lengi, lengur en elstu menn muna.


mbl.is Dagsbirtan með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti ekki breyta stundaskrám skóla þannig að starfið

byrji kl.9 alla morgna í stað kl.8 ??

Jón Þórhallsson, 28.11.2015 kl. 13:15

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sé ekkert því til fyrirstöðu, Jón. Sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að betra sé fyrir ungmenni að byrja síðar á morgnanna í skóla en klukkan átta. Hins vegar er gangslítið að elta birtutímann fram og síðan til baka.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.11.2015 kl. 15:57

3 Smámynd: Þorvaldur Guðni Guðmundsson

Fjölbrautaskólinn á Akranesi byrjar kennslu 1830, almenn ánægja vað þegar breytt var frá 0800.  Hringlið með klukkuna var sem betur fer lagt af fyrir löngu.

Þorvaldur Guðni Guðmundsson, 28.11.2015 kl. 16:54

4 Smámynd: Þorvaldur Guðni Guðmundsson

Afsakið villuna, átti að vera 0830, ekki 1830.

Þorvaldur Guðni Guðmundsson, 28.11.2015 kl. 17:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í Noregi byrja skólar ekki fyrr en 8.30, það er að vísu til að minnka umferðarhnúta.  En dóttir mín sem býr í Austurríki er ekki ánægð með þetta hringl með klukkuna, því þó það sé bjartara á morgnana til að fara í skólann, þá er myrkrið skollið á um fjögur, þannig að börnin missa alveg af því að geta leikið sér úti eftir skóladag.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2015 kl. 01:12

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fyrir hverja eru skólarnir séu í raun?

Sólina, tunglið, fyrirtækin, foreldrana eða jafnvel kannski nemendurna sjálfa?

Hvort er það skólinn eða Sólin sem er vandamálið? Eða kannski eitthvað allt annað og hættulegra?

Kannski hugsa ég bara of mikið, eins og vinnufélaginn sagði við mig eitt sinn fyrir mörgum árum. Annar vinnufélagi sagði að ég væri forvitnasta manneskja sem hann hefði vitað um, ef ég man þetta rétt.

Ef maður er ekki forvitinn þá lærir maður aldrei neitt. Það er mín skoðun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.11.2015 kl. 01:50

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

afsakið villuna efst...

...fyrir hverja eru skólarnir í raun..., átti þetta að sjálfsögðu að vera.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.11.2015 kl. 01:57

8 Smámynd: Stefán Stefánsson

Mjög góður pistill hjá þér Sigurður og segir allan sannleika um þetta mál.

Stefán Stefánsson, 29.11.2015 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband