20 milljón króna munur á íbúðaláni í Noregi og Íslandi

Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti. Sambærilegt húsnæðislán í Landsbankanum er á 7% vöxtum.

Þannig skrifar Sigurður Ragnar Eyjólfsson á Facebook síðu sína fyrir hálfum mánuði. Frétt á dv.is í  dag vekur athygli færslunni.

Þetta eru auðvitað stórmerkilegar staðreyndir og Sigurður fór í nokkra útreikninga og heldur áfram (feitletranir og greinaskil eru undirritaðs):

Segjum að lánsupphæðin sé 20 milljónir til 25 ára, þá verður mánaðarleg greiðsla 141.476 kr á Íslandi en 87.603 kr í Noregi, munar semsagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni.

En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtargreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18.9 milljónum á þessum 25 árum.

Lántökugjaldið á Íslandi er svo miklu hærra en í Noregi. Það má því segja að miðað við vaxtastig landanna í dag þá er 20 milljón króna lán til 25 ára 19 milljón krónum dýrara á Íslandi en í Noregi.

Þessi munur er að sjálfsögðu ekki í lagi. Að fólki er þjarmað með ofurvöxtum og kostnaði sem hinn almenni launamaður á ekki nokkra möguleika á öðru en að láta yfir sig ganga. Þetta er eins og að glæpamaður gangi í skrokk á skuldaranum.

Svona er ekki hægt að reka þjóðfélag. Hér er þetta annað hvort í ökkla eða eyra. Ein kynslóðin naut þess að húsnæðisskuldir hennar brunnu upp í verðbólgubálinu, hrunið eyðilagði fjármál fyrir fjölda fólks og svo er það bannsett verðtryggingin.

Framundan er svo enn ein kollsteypan. Laun stórhækka á fjölmörgum þjóðfélagshópum sem klappa saman lófunum í fögnuði en sex mánuðum síðar verður allt komið út í verðlagið, skattar hækka, lánakjörin stórhækka. Tuttugu milljón króna munur á húsnæðislánum í Noregi og Íslandi verður þá líklega 30 milljónir. Ekki aðeins eru stjórnmálamenn snargalnir heldur líka bankarnir og samtök launþega.

Var einhver að tala um samfélagssáttmála? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já þetta er einfaldlega kórrétt og ekkert meir um það að segja. Eða hvað?

Það segir marga söguna þegar tekið er lán til 20 ára og "einungis" er borguð tvöföld upphæðin til baka. Finnst fólki síðan skrýtið að þetta þjóðfélag sé að springa úr peningum? Aurarnir vita ekkert hvert þeir eiga að fara og það dettur engum í hug að setja þá í áhættufjárfestingu af því að það toppar engin slík, ríkisverðbréf.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.10.2015 kl. 20:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad er kaldhaedni örlaganna, ad einn ötulast fylgismadur thess ad vihalda verdtryggingunni, sem fer jú án nokkurs vafa verst med launthega, er forseti ASÍ. Thetta er komid út í töma vitleysu, allt saman. Enn skal hinsvegar verdbólguklárinn pískadur áfram, med einördum studningi verkalýdsforystunnar, stjórnmálamanna og banksteranna.

Gódar stundir, med kjedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.10.2015 kl. 01:04

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þú verður að taka sem flestar breytur, ekki nóg að taka jafn há lán á Íslandi og í Noregi enda er munur á íbúðarverði. Síðast þegar ég bar þetta saman þá leit dæmið svona út:

Ný 63fm íbúð rétt fyrir utan miðborg Óslóar kostar um 71 milljón (gengi 16.5 ISK fyrir 1 NOK) en 64fm íbúð rétt fyrir utan miðborg Reykjavíkur kostar um 35 milljónir. Vextir í Noregi eru t.d. 2,9% (DNB) en verðtryggðir breytilegir vextir á Íslandi eru 5,08% með verðbólgu (Landsbankinn). Vaxtaafborgun í Osló er 2 milljónir en í Reykjavík 1,8 milljónir. Afborgun í Osló af 40 ára láni er 150.000 kr. á mánuði en 73.000 k.r á Íslandi. Samtals greiðir kaupandinn í Osló 320.000 kr. á mánuði en kaupandinn í Reykjavík greiðir 221.000 kr. Munurinn er að það er c.a 45% dýrara að kaupa í Noregi.

Lágmarkslaun á Íslandi eru í dag um 245.000 kr. en um 380.000 í Noregi (einhver munur á fjölda virkra vinnutíma á viku). Lágmarkslaun eru um 55% hærri í Noregi. Rafmagn og hiti er töluvert dýrara í Noregi heldur en á Íslandi. Matarverð er heldur dýrara í Noregi en á Íslandi.

Niðurstaðan: Ekki er svo mikill munur á raunverulegum kjörum þegar upp er staðið, þau eru bara öðruvísi t.d. hærra íbúðarverð og hærri laun í Noreg en ódýrara rafmagn, hiti og matur á Íslandi.
https://www.dnb.no/privat/laan/priseksempler-laan.html...
http://www.landsbankinn.is/.../hvernig-lan/verdtryggd-lan/

Eggert Sigurbergsson, 17.10.2015 kl. 07:36

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það verður að sjálfsögðu að taka allar breytur inn í reikningsdæmið eins og Eggert er að gera. Síðan þarf að taka með stýrivextina sem eru háir á Íslandi. En það er samt sem áður stór munur bæði á vöxtum og kostnaði. Það sem skýrir það er að mínu mati ónóg samkeppni hér. Það þarf nauðsynlega þjóðarbanka. Ég er ekki sammála Bjarna Ben um það atriði. Það verða alltaf að vera skilyrði fyrir samkeppni og því er bara einfaldlega ekki til að dreifa í svona litlum samfélögum. Hef svolítið velt fyrir mér hvort ekki sé möguleiki á að versla lán frá Noregi þar sem ég er með viðskitabanka þar Dnb. Það ætti að vera leyfilegt . Lán er vara og maður hlýtur að hafa rétt á að flytja það inn eins og aðrar vörur.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.10.2015 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband