Lífið í Elliðaárdal

HaustlaufFrekar fáir taka mark á mér en þeir eru þó til. Í dag var ég spurður um haustið. Ég svaraði því til að nú væri það að öllum líkindum komið, meira en tveimur mánuðum eftir að fjölmiðlafólk fór einhverra hluta vegna að tala um fyrstu haustlægðina.

Með réttur er hægt að tala um haust þegar grasið og lauf fara að sölna. Nákvæmlega það hefur verið að gerast undanfarna daga.

Stundum geng ég um Elliðaárdalinn. Hann hefur mikið breyst á undanförnum árum. Þar er nú mikill trjágróður og einstaklega gaman að njóta þar útiverunnar. Ég geng um sjö km hring á klukkutíma, hlusta á meðan á vandaða tónlist, yfirleitt klassíska eða þá að ég hlusta á vindin í trjánum og þungan nið umferðarinnar.

bjórhlaupFjöldi fólks leggur leið sína um Elliðaárdal, gangandi, hlaupandi, hjólandi og jafnvel á rafhjólum. Í dag var ég vitni að einstakri íþróttagrein. Mætti hressu og skemmtilegu ungu fólki sem hljóp í skringilegum fötum með bjórkassa og bjórglas í hendi. Ég spurði ekki nánar um tilganginn enda enginn tími til. Hrópaði bara skál og fékk glaðleg skálarköll á móti.

Svona er nú lífið skemmtilegt.

Um daginn dró ég uppi mann sem stikaði þó stórum og við tókum tal saman. Kom þá í ljós að maðurinn er eins og svo margir aðrir geysilega hrifinn af dalnum og kemur þar reglulega í gönguferðir.

Já, fólk nýtur lífsins með margvíslegum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, hann bregst ekki Elliðaárdalurinn. Sannkölluð perla í miðjum nið borgarinnar. Hrein og klár perla. Hvaða áform ætli Dagur og Hjálmar séu búnir að plotta með þetta svæði?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.10.2015 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband