Þrjár léttvægar skjálftahrinur á þremur stöðum


Frekar litlar líkur eru á því að örfáir skjálftar í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli séu undanfari einhverra alvarlegri tíðinda. Óróamælar Veðurstofunnar sýna afar lítil viðbrögð við skjálftunum.

SkjalftarHitt er merkilegra, að minnsta kosti fyrir leikmann, að á þremur stöðum hafa orðið jarðskjálftar yfir þrjú stig. 

  1. Rétt eftir miðnætti í gær, mánudag, urðu nokkrir skjálftar í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Einn þeirra var 3,2 að stærð.
  2. Skammt frá Eldey urðu nokkrir skjálftar milli kl. 15 og sextán í gær. Einn var 3,5 að stærð.
  3. Í Kötluöskjunni urðu í nótt nokkrir skjálftar milli klukkan 2 og 3. Einn þeirra var 3,3 að stærð.

Svona gerist þetta nú stundum þó ég muni ekki eftir því að hafa séð marga skjálfta yhfir þrjú stig í einu á landinu á svipuðum tíma. Það er þó ábyggilega ekkert einsdæmi.

Sérfræðingar segja okkur leikumönnum að þegar gos sé í vændum munu skjálftar vera tíðari og stærri auk þess megi búast við að aðdragandinn sé skýr, til dæmis á óróamælum. Á þessum þremum áðurnefndu stöðum er þetta ekki að gerast.

Aftur á móti er vissara að taka það fram að ég hef ekki hundsvit á jarðfræði eða jarðskjálftum, sem engu að síður eru afar áhugaverð.

Í lokin er ekki úr vegi að segja hér frá draumspökum manni sem tíðum tjáir sig um náttúruhamfarir á Íslandi og ég vitna stundum í. Hann hafði samband við mig að fyrra bragði og sagði fátt muni gerast til áramóta nema ef vera skyldi að einhvers staðar færi nú að gjósa, stóriskjálfti kæmi eða það snjóaði. 


mbl.is Skjálftahrina við Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband