Þvílíkt rugl í borgarfulltrúa Samfylkingarinnar

Kristín SoffíaEkkert skil ég í öllum þessum strákum sem hlaupa út um víðan völl og sparka í einn bolta. Væri nú ekki skynsamlegra ef allir fengju einn bolta til að leika sér með.

Þetta er nú haft eftir gamalli konu einhvern tímann í árdaga fótboltans á Íslandi. Og allir hlógu og hlógu, fannst líklega sú gamla óskaplega illa að sér í fótbolta.

Löngu síðar, ábyggilega fimmtíu árum eða meir, stendur upp önnur kona sýnu yngri, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og leggur til að fótboltalið í Reykjavík sameinist í eitt.

Nú bregður svo við að enginn hlær, ekki nokkur maður, rétt eins og sú tilfinningalega gáfa sem hláturinn byggir á, hafi verið tekin af fólki ... Getur þó verið að almenningur sé hreinlega klumsa og velti fyrir sér hvort borgarfulltrúanum sé alvara eða hvenær merkið kemur um að brandarinn sé fullsagður og tími kominn til að hlæja. Vonandi heldur fólk ekki niðri í sér andanum, það gæti verið óhollt til lengdar.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu bendir borgarfulltrúinn, Kristín Soffía Jónsdóttir, á að í Kaupmannahöfn sé aðeins eitt fótboltalið í dönsku úrvalsdeildinni. Ugglaust á hún eftir að benda á fleiri dæmi tillögu sinni til stuðnings og auðvitað eiga Íslendingar alfarið að gera eins og aðrar þjóðir.

Samt vekur það athygli að sú sem þetta segir er sama konan, sami Samfylkingarmaðurinn, sami borgarfulltrúinn og sagði einhvern tímann að íslenska þjóðin ætti að sýna múslimum stuðning í verki og hætta að borða svínakjöt ...

Nú bregður svo við að ekki heyrðist nokkur maður hlæja enda tekur fólk ekki eftir svona smámunum stjórnmálamanns. Miklu gáfulegra að hlusta eftir því sem einhverjir Framsóknarmenn spinna af fingrum fram um flóttafólk og hælisleitendur.

Kann þó að vera að almenningur hlusti samt sem áður og þetta sé meðal annars ástæðan fyrir því að Samfylkingin sem komin niður í 9% fylgi í skoðanakönnunum?

Ég þakka svo fyrir matinn í kvöld, íslenskt svínakjöt sem var bara ágætt. Og áfram KR, áfram Fjölnir, áfram Valur, áfram Fram, áfram Leiknir, áfram Fylkir, áfram Víkingur og áfram önnur fótboltafélög í úrvalsdeild karla og kvenna sem og í öðrum deildum. Lifi fótboltinn

Það alveg ótrúlegt að svona rugl rati upp úr einni og sömu konunni og hún hafi ekki vit á að geyma svona með sjálfri sér. Þó er einkennilegur samfylkingarfnykur af þessu rugli og því ástæða til að leyfa sér að skella upp úr. Og allir saman nú ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband