Blést um koll og smurðist miklu blóði

mbl blést um kollÞetta var svo kröft­ug spreng­ing að ég blést hrein­lega um koll og það gerðist líka fyr­ir aðra. Það féll mikið til ofan á mig,“ seg­ir Si­efert. „Ég var smurður svo miklu blóði að ég var ekki viss um hvort ég væri sjálf­ur særður. En það kom í ljós að ég var það ekki. Þetta var blóð úr öðrum.

Stundum verða hinir mestu skussar í íslensku máli algjörlega kjaftstopp við lestur Morgunblaðsins og mbl.is og það á ekki síst við um þann sem hér ritstýrir. Ofangreinda tilvitnun er úr mbl.is frá því 17. ágúst og þó fréttin hafi verið uppfærð síðan hefur þetta ekki verið lagað.

Vakin er athygli á þessu í pistli Eiðs Guðnasona, Molar og málfar í miðlum. Þar segir:

Fréttabörn ganga laus á mbl.is. Enginn virðist þarna hafa verið á vaktinni til að gæta þeirra.

Ekki veit ég hvað skilyrði eru fyrir ráðningum fólks í störf blaðamanna. Þetta og svo ótalmargt fleira bendir til að alltof margir sinna starfi sínu ekki nægilega vel. Í raun og veru þarf bara einn nokkuð „sjóaðan“ mann á hverjum fjölmiðli sem les yfir fréttir áður en þær birtast. Um leið væri hægt að koma í veg alvarlegustu villurnar.

Úbbs, það skyldi þó ekki vera að þetta sé þegar gert ... Þá er illt í efni.


mbl.is Smurður blóði annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband