Eru þá vöð á brúuðum ám í lagi?

Vöð á óbrúuðum ám gætu orðið ófær.

Varla er verið að halda því fram að vöð á brúuðum ám séu ekki varhugaverð ...

Þessi texti hefur í meira en sólarhring glumið í fréttamiðlum og er ættaður frá Veðurstofu Ísland. Setningin er brengluð því í henni felst þversögn. Nóg hefði verið að segja: Vöð gætu/geta orðið ófær.

Vöð eru vart annars staðar en á vatnsföllum.

Þegar verið er að vara ökumenn eða aðra vegfarendur við vatnavöxtum skiptir engu máli hvort brú er yfir einhverja á. Vandinn lýtur að vaðinu. Sum vatnsföll eru brúuð en engu að síður eru vöð á þeim og þá eru brúin yfirleitt allt annars staðar. Þó þekkist að vað og brú séu á svipuðum stað en varla er verið að vara við slíku. 

Þrjár brýr eru til dæmis yfir Markarfljót en engu að að síður eru vöð á því.Brú er á Hólmsá en miklu ofar er þekkt vað á henni.

 


mbl.is Varað við vatnavöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf ekki að notast við vað á brúaðri á.

Jóhann Elíasson, 14.8.2015 kl. 10:38

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Jóhann. Jú oft er vað notað þótt á sé brúuð. Þú kannast líklega við Fossá í Þjórsárdal. Hún er brúuð en af veginum upp að sundlauginni liggja troðningar að tveimur vöðum. Ég nefndi í pistlinum Markarfljót og Hólmsá. Sama er með fjölda vatnsfalla á landinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.8.2015 kl. 10:51

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi dæmi, sem þú nefnir eru  afskaplega sérstök og aðallega notast við vöðin vegna þess að burðarþol þessara brúa er lítið og einnig ef ökutæki eru þannig að brýrnar henta þeim ekki.

Jóhann Elíasson, 14.8.2015 kl. 10:56

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Markarfljótsbrúin nýja og brúin yfir Fossá hafa afar mikið burðarþol. Staðreyndin er hins vegar sú að vöð og brýr eru ekki alltaf á sama stað. Á Fjallabaki er ekið yfir Markarfljót og það er langt frá þeim þremur brúm sem eru á fljótinu. Sama er með Hólmsá. nenni bara ekki að telja upp þær ár og fljót sem ekið er á vöðum, fjarri brúm.

Hins vegar fjallar pistillinn einfaldlega um þversögnina í tilkynningu Veðurstofunnar. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.8.2015 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband