Hvernig á að bæta skemmdir vegna ferðamanna?

Göngustígur í Esju 19. apríl 2007

Ferðaþjónusta er ekkert göfugri atvinnugrein heldur en allar aðrar. Hún hefur að vísu marga góða kosti en gallarnir eru fjölmargir. Verst er að átroðningur getur valdið miklum og jafnvel illa afturkræfum skemmdum. Ég hef oft nefnt Esjuna í þessu sambandi en þangað legg ég iðulega leið mína og þá sérstaklega á Þverfellshorn þangað sem þúsundir annarra finnst gaman að fara.

Móskarðshnúkar eru líka mjög skemmtilegir fyrir göngufólk en þangað leggja fáir þó fáir leið sína - kannski sem betur fer. Ég spái því þó að vinsældir Móskarðshnúka muni fara vaxandi og nokkuð gróðursæl hlíðin upp að Gráhnúki verði útsparkað forað svo ekki sé talað um mosavaxna sléttuna þar fyrir ofan.

Hvernig á að koma í veg fyrir umhverfisskemmdir á vegum göngufólks? Þetta er einföld spurning sem stjórnmálamenn annað hvort kunna ekki að svara eða forðast það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband