Njólin, þjóðarjurtin

Njóli

Njóli nokkur vex upp á umferðareyju í Reykjavíkurborg og fagnar í ár fjórða starfsári sínu þar.

Eftir nokkrar vikur verður hann orðinn svo stór og mikill að eigin sögn að hann getur jafnvel boðið sig fram til forseta þó hann hafi ekkert gert nema vaxið lifað í Reykjavík.

Enginn amast við honum lengur og því teljur hann sig hafa gert mikið gagn enda grænn um þessar mundir þó eðli hans sé þannig að um síður verði hann rauðbrúnn.

Sko, ég er engin lúpína, enda er ég fyrir friðinn, ást, samskipti og bræðralag. Hún veður hins vegar yfir allt og alla. Vissulega eru fjölmargir leiðangrar gerðir út til höfuðs lúpínunni. Hún er rifin upp með rótum, eitrað fyrir hana og gáfumenni rita lærðar greinar um hana enda eru gróðurleysur Íslands eru í stórhættu hennar vegna.

Njólinn glottir á meðan, hann bara vex þarn og hefur aldrei gert annað en að ná að skjóta rótum þar sem hann átti aldrei að vera. Í skjólið hans sækir ruslið og yljar honum um rætur og eflir sjálfstraustið. Hann gægist upp fyrir kantsteininn og segir: Hér er ég, grænn og aldeilis frábær og yndislegur. Og ruslið fagnar orðum hans og kallar hann þrifajurt. Þú ert ekki eins og hinar jurtir landsins, kallar grasið sem náði að skjóta rótum þarna í óþrifunum.

Sækjum áfram segir njólinn, þið grös og ég skjótum næst rótum í sprunginni steypunni. Þetta er okkar land, nóg pláss fyrir alla nema helvítis lúpínuna.

Njólann snertir hins vegar ekki neinn enda þjóðarjurtin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband