Ófrjó hugsun stjórnvalda og ferđaţjónustunnar

Fólk sem ekki hefur frjóa hugsun tekur oftar en ekki slćmar ákvarđanir. Ţannig er ţađ oft međ ríkisvaldiđ ađ ţađ hleypur ţunglamalega hingađ og ţangađ og reynir ađ bera í bćtiflákann vegna ađstćđna sem upp koma, ţađ er ađ skattleggja.

Engin stefna er í ferđamálum hér á landi. Afleiđingin er ótrúleg krađak ferđamanna á örfáa stađi á landinu, Ţingvelli, Gullfoss, Geysi og örfáa ađra. Ef ađstćđur vćru hinar sömu í fiskveiđum myndu allir sćkja ţorsk á Halamiđum og láta ađrar fisktegundir vera hringinn í kringum landiđ. Ţetta er ekki til góđs, hvorki fyrir ţjóđina né ferđaţjónustuna.

Sem betur fer tókst ađ verjast ráđherra ferđamála sem vildi setja ferđaskatt á landsmenn, rukka ţá fyrir ađgang ađ landinu sem ţeir hafa haft óskorađan rétt til frá landnámi. Nú kemur sami ráđherra og hefur óskaplegar áhyggjur af Laugaveginum og vill fara ađ kröfu Ferđafélags Íslands og skattleggja göngufólk sem leggur leiđ sína milli Landmannalauga og Ţórsmerkur.

Raunar er ţessi gönguleiđ sú ofmetnasta á landinu, stendur engan veginn undir ţví ađ vera sú fjölfarnasta á landinu en ţađ er annađ mál.

Best vćri ađ setja kvóta á leiđina, rétt eins og gert er í fisknum. Ekki fari fleiri um hana heldur en geta gist í fjallaskálum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili og Botnum eđa gengiđ hana á einum degi. Útfćrslan er ţarf ekki ađ vera flókin.

En hvernig er ţađ međ ađrar gönguleiđir á landinu, lengri leiđir. Nei, ţćr eru ekki kynntar á sama hátt og Laugavegurinn. Gullfoss-Geysir stíllinn er á ţessu öllu. Útlendingar fá ţađ sterklega á tilfinninguna ađ gönguleiđin milli Landmannalauga og Ţórsmerkur sé sú merkilegasta á landinu, rétt eins og ţađ skipti öllu máli ađ hafa séđ Gullfoss og Geysi. Ţessu hafa ferđaţjónustuađilar haldiđ ađ útlendingum af ferđaţjónustuađilum í tugi ára. Engu má breyta ţví ţeir kunna ađeins ađ reka rútur og bílaleigur.

Frjó hugsun er ekki til. Ferđaţjónustan haga sér eins og iđnađur, er međ gullglampa í augum og stjórnvöld koma á eftir međ sama augnablikiđ og vilja grćđa pening. Engum dettur í hug ađ „Laugavegirnir“ eru fjölmargir á landinu, fossarnir eru óteljandi, háhitasvćđin fjölmörg og enginn gefur smáatriđum landsins gaum. Allir eru svo uppteknir ađ moka útlendingum í stóru „wow-in“ sem ţó eru ekkert merkileg lengur vegna átrođnings.

Hér er til dćmis listi yfir tuttugu stađi sem fćstir ná augum ferđaskrifstofa og ţeir eru síst af öllu ómerkilegri en Laugavegurinn og Gullfoss og Geysir. Ég gćti taliđ um margfalt fleiri.

  1. Hattver í Jökulgili skammt frá Landmannalaugum og raunar Jökulgil allt 
  2. Gjáin fyrir ofan Stöng í Ţjórsárdal
  3. Rauđibotn, Hólmsá og Hólmsárlón
  4. Hólmsárfossar neđan viđ Mćlifellssand
  5. Á og foss sem fellur í hvelfingu efst í Fróđárdal, vestan Draugamúla. Einstaklega fallegt er ofan fossins. Ţekki ekki nöfn á ţessum stöđum
  6. Rauđisandur
  7. Spákonufell viđ Skagaströnd
  8. Dyrfjöll
  9. Borgarfjörđur eystri
  10. Vatnsdalur viđ Heinabergsjökull í Vatnajökli
  11. Kálfafellsdalur
  12. Vestrahorn, gönguleiđin undir frá Papaósi ađ Horni, einnig gönguleiđin upp Kastárdal og í niđur skriđurnar viđ Kambshorn.
  13. Gönguleiđin um Endalausadal
  14. Ketillaugarfjall
  15. Esjufjöll
  16. Grímsvötn
  17. Núpsstađaskógar
  18. Upptök Bláfjallakvíslar norđan Öldufells
  19. Ţjófadalir
  20. Heiđmörk ofan höfuđborgarsvćđisins

mbl.is Hugnast gjaldtaka á Laugaveginum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband