Heimtufreki krakkinn í sælgætisbúðinni

Hjúkrunarfræðingar haga sér eins og argasta mafía, fyrirgefið orðbragðið en maður getur ekki lengur orða bundist. Félagið heldur að kröfur þess séu ólíkar öllum öðrum launakröfum og verði farið að þeim hafi það engin áhrif á launakröfur annarra launþegafélaga. Þess vegna hóta hjúkrunarfræðingar hryðjuverkum í samfélginu nema allt sé gert sem félagið krefst.

Þannig ganga ekki hlutirnir fyrir sig hér á landi og hafa aldrei gert. Ekki heldur hefur það tíðkast hér á landi að launþegafélög gefi fullnægjandi skýringu á launakröfum sínum né breytingu á töxtum og öðru tengdu. Þess vegna veit almenningur ekkert hversu mikill útgjaldaaukinn verður fyrir ríkissjóð veri gengið að ítrustu kröfum hjúkrunarfræðinga. Þar að auki hafa þeir ekki ljáð máls á neinum tilslökunum frá upphaflegum kröfum.

Læknar gerðu þetta sama í vetur. Fóru í mafíuhlutverkið og hótuðu hryðjuverkum. Almenningur varð skelfingu lostinn og mikill þrýstingur var á að farið yrði að kröfu þeirra. Auðvitað vissu allir að hjúkrunafræðingar og aðrir starfsmenn myndu koma í kjölfarið með óbilgjarnar kröfur. Það gekk eftir.

Sama er uppi núna. Óupplýstum almenningi finnst allt í lagi að ganga að kröfum hjúkrunarmafíunnar vegna þess að stéttin er svo mikilvæg. Sannarlega er hún það.

Hins vegar er ótækt að fara að ítrustu kröfum þeirra. Efnahagur þjóðarinnar hefur ekki efni á því nema því aðeins að forysta hjúrunarfræðinga geti tryggt að ekki komi aðrar stéttir á eftir og heimti samskonar fullnustu á ítrustu kröfum sínum. Það geta hjúkrunarfræðingar auðvitað ekki. Þess í stað berja þeir höfðinu við steininn og heimta og heimta rétt eins og óþægur krakki í sælgætisbúðinni.

Munurinn á óþæga krakkanum og hjúkrunarfræðingunum er sá að krakkinn tekur sönsum, hann lærir og veit að það þýðir ekkert að grenja og spakara eftir að foreldrarnir hafa tekið ákvörðun

Hjúkrunarfræðingarnir aðhafast annað. Þeir ráða almannatengla, henda inn fréttum á fjölmiðlanna og sýna fram á að heilbrigðiskerfið er á leið í hundana og það sé allt ríkisstjórninni vondu að kenna. Og fjölmiðlar birta allt í gúrkutíðinni. Þeir fóru í verkfall og síðan í skipulagðar uppsagnir. 

Minna fer fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar sem hjúkrunarfræðingum bauðst þess efnis að „leiðrétting“ á launum þeirra gangi yfir nokkur ár. Flestum sem sjá yfir sviðið í gegnum óbrengluð gleraugu vita að það er eina lausnin.

Lausnin er ekki 50% launahækkun í dag með skelfilegum og nær ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ríkissjóð, launaþróun í landinu og efnahagslíf.

Afleiðingar verða tvímælalaust samskonar kröfur annarra launþegafélögum. Slík hækkun á laun mun hafa hrikaleg áhrif á verðbólguna, óðaverðbólgan mun verða ráðandi næstu árin. Verðlag mun hækka, vextir munu stórhækka og víxlhækkanir launa og verðlags ganga út í það óendanlega.

Í ofangreindu er ábyrgð Félags hjúkrunarfræðinga falin. Með óbilgirni sinni og mafíustælum verður þetta afleiðingin. Þess vegna er kominn tími til að spyrna við fótum. 

Og nú telja hjúkrunarfræðingar sig þess umkomna að hóta brotthlaupi úr landinu. Þeir ætla sem sagt að yfirgefa þjóðfélagið sem veitti þeim ókeypis menntun í sínu fagi, gerði þá að frábæru starfsfólki sem er ábyggilega til sóma fyrir hvaða heilbrigðiskerfi sem er í öllum heiminum.

Þetta fólk segir beinlínis við okkur hin: Hér tilboð sem þið getið ekki hafnað. Er það ekki svona sem Mafían tekur til orða?

Nei, maður getur andskotakornið ekki lengur orða bundist. Þetta er hinn nýi raunveruleiki, og næst kemur Bandalag háskólamanna og hagar sér eins og krakkinn í sælgætisbúðinni. 


mbl.is Lokun gjörgæslu yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hefur þú einhvertíman heyrt um frjálsan samingsrétt og rétt manna til að semja um kaup og kjör fyrir sig ? Bara spyr svona af því þú virðist telja það glæpsamlegt að það sé í heiðri haft.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2015 kl. 13:00

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Pistilli fjallar ekki um frjálsan samningsrétt né heldur tel ég að hann sé glæpsamlegur. Hvernig geturðu haldið þessu fram, Jón Ingi?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.7.2015 kl. 13:17

3 Smámynd: Snorri Óttarsson

Ekki er ég í þessari deild atvinnugreinar en ég get með engu mót verið sammála. Þú skrifar þjóðfélag sem veitir ókeypis menntun. Veit ekki betur en fólk sem þetta lærir borgi skólagjöld og bækur og til að lifa á meðan námi stendur er tekið námlán sem er langt í frá ókeypis. Þú kallar hjúkrunarfræðingja mafíu og líkir þeim við óþekka krakkan í sælgætisversluninni. Málið er með að ríkisstjórnir undanfarinna tímabila hafa blekkt þjóðina og unnið markvist að því að auka bilið milli fátækra og þeirra efnameiri. Þó vissulega sé skilgreiningin fátækt varla almennt við líði á Íslandi verður varla hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að sífelt erfiðara er að ná endum saman fyrir marga og þá er ég bara að tala um lífsnauðsynjar eins og mat og þak yfir höfuðið. Það er í raun til nægur penngur til að auka lífsgjæði og minka mun efnameiri og efnaminni þó vissulega verði alltaf að vera bil en ríksitjórnir undanfarinna tímabila hafa endaluast verið eð gefa aurinn frá sér sem hægt er að nota til dæmis með að auka kaupmátt án þessa að allt rjúki upp í verðbólgu. Ég væri allavega ekki að endast á skerinu með mentun hjúkrunarfræðings ef ég gæti búið annarstað í heiminum og veit fjölskyldu minni betri kjör. Hjúkrunarfræðingar bera ekki ábygð á ví ef heilbriggðiskerfi hrynur. Það er hin rétta mafía Íslands MÍ, X-D og X-B sem öllu þarna stjórnar sem ber ábyrgð á því.

Snorri Óttarsson, 16.7.2015 kl. 16:35

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll og bestu þakkir fyrir málefnalegt innlit. Get svo sem verið sammála ýmsu hjá þér en um það fjallar ekki pistillinn. Í stuttu máli er ég að velta vöngum yfir kröfuhörku hjúkrunarfræðinga, „annað hvort eða ...“ stefnunni. Hún gengur ekki.

Ég er ekkert of sæll með mín laun en ég kemst ekki upp með samskonar stæla og hjúkrunarfræðingar enda er ég ekki í þeirri stöðu að geta barið á vinnuveitanda mínum. Samt er ég með ágæta menntun og mikla reynslu.

Dettur þér annars í hug að ríkisstjórnir annarra flokka geti farið eftir ítrustu kröfum um laun?

Hrynji heilbirgðiskerfið þá er það ekki launagreiðandanum að kenna heldur óbilgirni lækna, húkrunarfræðinga og annarra.

Auðvitað er nám ókeypis á Íslandi þótt við greiðum skatta, bækur og ritföng. Ekki hægt að halda öðru fram.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.7.2015 kl. 16:44

5 Smámynd: Snorri Óttarsson

Ég gæti sennilega fallist á 90%/10% ábyrgð launagreiðanda og launþega ef heilbrigðiskerfiðkerfið hrynur. Hvernig sem liti er á kröfurnar frá þeim og aðferðafræði þá er erfitt að sakast út í hóp fólks sem deilir vonbriggðum sínum með stórum hluta af þjóðinni. Það er sama hvar litið er á rekstur Íslands þá er hann í molum og í höndum á algerlega vonlausu fólki sem hefur sérhagsmuni í 1. sæti. En persónulega finnst mér aðalábyrgðin liggi hjá ríkisstjórninni en ekki hjá læknum eða hjúkrunarfræðingum. Við erum finnst mér flest eins og lítil börn í sandkassa. þau sem skilin eru útundan verða sár og skjæla. En svo kemur eitt og eitt barn sem fær nóg og einfaldlega tekur það sjálft sem það vill sama hvað það kostar restina....  

Snorri Óttarsson, 16.7.2015 kl. 18:26

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Við launþegar setjum sérhagsmuni okkar í fyrsta sæti. Af því leiti erum við eins og aðrir. Þá kröfu verður að gera að báðir aðilar séu ábyrgir í kröfugerð og samningum. Mér finnst mikið vanta upp á að hjúkrunarfræðingar séu það og yfir því er ég frekar óhress.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.7.2015 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband