Fór á hnefaleika með dvergum og horfði á dverga berjast

Óli Geir horfði á hnefaleika með dvergum.150508 DV Á hnefaleikum með dvergum

Og hvað kemur mér það við þó einhver náungi, jafnvel þó hann sé íslenskur fari með dvergum á hnefaleika? Janvel þó hann hafi farið einn.

Jú, svo kemur það fram í fréttinni að samferðamenn hans á hnefaleikunum voru ekki svokallaðir dvergar heldur voru það þeir sem börðust með hnúum. Blaðamaðurinn bjó til tvíátta fyrirsögn, ef nota má það orðalag.

Léleg, hugsaði ég. Þótti myndirnar ómerkilegar sem og öll fréttin.

Hvert er annars fréttamat fjölmiðla? Og hvernig vill það til að svona rugl ratar inn á fréttavefs? Hvernig í ósköpunum dettur blaðamanninum í hug að birta svona vitleysu, já eða fréttastjóranum eða ritstjórnunum?

Eftirtektarverðast er þó niðurlag „fréttarinnar“ um hann Óla Geir, plötusnúð:

Óli Geir hefur bardúsað ýmislegt í fríinu og fór meðal annars á tónleika með breska tónlistarmanninum Sam Smith.

Jamm og já. Ég er eiginlega mest hissa á að „blaðamaðurinn“ sem skrifaði „fréttina“ skuli ekki sjálfur vera í fríi frá blaðamennsku. Hann á þar ekkert erindi. Velti því fyrir mér í framhaldinu hvort DV eigi einhvert erindi á íslenskum fjölmiðlamarkaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sorglega lélegt, en thví midur of algengt í fjölmidlum. Hreint og klárt kjaftaedi og ekki frétt fyrir fimm aur. Aumkunnarvert "sparstl" hjá hálfdapurlegum midli.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.5.2015 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband