Leyfið Hreiðari Má að búa heima hjá sér á meðan

Komið er upp vandamál vegna afplánunar Hreiðars Más Sigurðsson, fyrirverandi bankastjóra Kaupþings. Hann afplánar dóm sinn á Kvíabryggju á Snæfellsnesi og þarf að ferðast daglega meðan á réttarhöldunum stendur 354 km. Fangelsismálastofnun hefur ekki efni á þessu og vill í ofanálag ekki leyfa manninum að leggja til bíl og bílstjóra til fararinnar, stofnuninni að kostnaðarlausu.

Þess í stað er hann látinn dúsa í litlum fangaklefa í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, sem hreint út sagt hlýtur að vera illur kostur.

Skárri kostur er auðvitað sá að taka tilboði Hreiðars Más um bíl og bílstjóra eða leyfa manninum að búa heima hjá sér í nokkurs konar stofufangelsi þar til málflutningnum sem honum viðkemur er lokið. Í báðum tilvikum sparar ríkið mikið fé en Hreiðar er á öruggum stað og er ábyggilega ekki í flóttahugleiðingum né heldur er hætta á að að brjóti af sér frekar en komið er.

Hreiðar Már á eins og við hin réttindi í þessu þjóðfélagi þrátt fyrir það sem á hefur gengið. Miklu skynsamlegra er að leysa málin á þann hátt sem hagkvæmast er heldur en að berjast við að halda manninum föngnum við óeðlilegar aðstæður.

Ég tek það fram að ég þekki manninn ekkert.


mbl.is Neitað um flutninga í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Ef menn eru dæmdir eða sitja í fangaklefa þá eiga þeir að vera þar eins og aðrir sem hafa hugsanlega brotið af sér. það á ekki að vera kerfi sem setur þá í stofufangelsi. með auknum útgjöldum. Þeir sem eru grunaðir, eiga ekki að ráða ferð. Að lokum þeir ættu að sitja í fangaklefa erlendis og tala síðan um mannréttindarbrot.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.5.2015 kl. 11:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hafa þeir sem hafa setið í Hegningarhúsinu vikum og jafnvel mánuðum saman verið spurðir auðmjúklega hvor þeir vilji dvelja þar.  Annað hvort er þetta mönnum bjóðandi eða ekki, og ef svo er ekki, ætti ekki að láta neinn sitja þar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2015 kl. 11:54

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Jóhann Páll. Langt síðan þú hefur litið við hér, alltaf gaman að heyra frá þér. Einnig ánægjulegt að heyra skoðanir Ásthildar, met þær alltaf mikils.

Tilgangurinn með pistlinum hér að ofan er að láta mér detta í hug lausn vandamáli sem virðist fyrst og fremst vera fjárhagslegt.

    • Maðurinn þarf að vera viðstaddur réttarhöld

    • Fullyrt af heilbrigðisyfirvöldum að Hegningarhúsið sé lengur boðlegt sem fangelsi.

    • Fangelsismálastofnun vill ekki að fanginn kosti akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur og til baka aftur (sem er auðvitað fínn kostur)

    Hvað er þá hægt að gera? Mér finnst betra að leysa vandamál en að koma málum fyrir í óleysanlegan hnút. Með því að láta fangann búa heima hjá sér á meðan á réttarhöldunum stendur er málið leyst. Sá tími má allt eins bætast við afplánunina á Kvíabryggju.

    Ef ríkið hefur ekki efni á að sinna fangelsismálum á tilhlýðilegan hátt ætti það að taka fegins hendi hugmyndum sem eru óhjákvæmileg til bóta.

    S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.5.2015 kl. 13:58

    4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

    Þetta er nú bara vitleysa Sigurður.

    Að sama skapi væri hægt að segja að allra ódýrast fyrir ríkið væri að leggja niður öll fangelsi og leyfa föngum bara að búa heima hjá sér.

    Maðurinn er að afplána refsivist.

    Erlingur Alfreð Jónsson, 4.5.2015 kl. 18:17

    5 identicon

    Það mætti setja á hann öklaband og leifa honum að vera heima eins og tíðkast víða í hinum vestræna heimi með fanga sem ekki teljast hættulegir.

    Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 18:18

    6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

    Nei, Erlingur. Engin ástæða til að draga jafnaðarmerki milli þess að leysa þennan hnút eða leggja niður fangelsi. Menn mega ekki loka augunum og halda þá að vandamálið hverfi. Miklu betra er að taka á málum, líta upp og jafnvel út fyrir boxið, eins og það er stundum kallað.

    Hugmyndin í pistlinum er gagnleg og hún er jafnvel enn betri ef öklaband er notað, eins og Rafn Haraldur nefnir í athugasemd sinni.

    S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.5.2015 kl. 18:24

    7 Smámynd: Már Elíson

    Þetta er nú bara glæpamaður, hvítflibbaglæpamaður, og skil ekki í þér Sigurður að verja þenna bófa. - Í öðrum löndum gengi þetta fínpússaða fyrirkomulag þitt aldrei. Þeir eru vanari svona óþokkum en við, óþokkum sem við þurfum hins vegar að fara að venja okkur við á þessu skeri. - Ég hef lesið um það áður í blöðum að fangar hafa verið keyrðir í alls konar yfirheyrslur og hafa þess vegna verið látnir vera í millibilshúsinu við Skólavörðustíg og þá hefur hvorki þú né annar borið blak af þeim brotamanni. - Hvernig stendur á því ? - Einhver gleymt sér ?

    Ég hef aldrei heyrt svona hroka áður, sem lýsir nú best þessu mannkerti...Býðst til að lána bíl og bílstjóra...Fyrir hvað peninga ? - Þvílíkir mafíustælar, þvílíkur dóni og hrokagikkur. - 

    Már Elíson, 4.5.2015 kl. 19:36

    8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

    Þú hljópst á þig þarna Sigurður, eiginlega illilega. Hugsaðu málið upp á nýtt.

    Jónas Ómar Snorrason, 4.5.2015 kl. 19:40

    9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

    Már, ég er ekki að verja einn eða neinn. Eins og ég nefndi er hér um að ræða vandamál og á því er lausn, vilji menn skoða það.

    Vandamálið verður til staðar þó svo að Heiðar Már hverfi aftur vestur á Kvíabryggju.

    Nú er ég búinn að hugsa málið upp á nýtt, Jónas Ómar. Kemst að sömu niðurstöðu. Bið þig að líta á málið óháð því hver í hlut á.

    Bið lesendur mína að gæta þess að skjóta ekki sendiboðann, gera frekar eins og Jónas Ómar segir, hugsa málið upp á nýtt.

    S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.5.2015 kl. 20:16

    10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

    Þessir Kaupþingsmenn sem sitja á Kvíabryggju telja sig ekki hafa brotið af sér og telja sig því þess umkomna að geta séð sjálfum sér fyrir flutningi eins og þeir væru frjálsir menn með ferðafrelsi. Það að HMS telji sig geta borgað fyrir eigin flutning frá Kvíabryggju til Reykjavíkur og til baka, segir ýmislegt um hversu mikil betrun er í vistinni þar.

    Erlingur Alfreð Jónsson, 5.5.2015 kl. 15:49

    11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Má ekki skella ökklabandi á manninn og láta hann búa heima hjá sér, ef hann á heima á höfuðborgarsvæðinu? Það væri sparnaður fyrir ríkið. Ekki líður mér neitt betur þótt hann sitji inni, því það bætir engan að sitja inni í fangelsi.

    Ég myndi þiggja að sitja af mér skuldir í fangelsi, í staðinn fyrir hann. En það er víst í boði fyrir skulduga öryrkja eins og mig, að sitja af sér skuldir vaxta-vaxta-vaxta-bankanna rænandi.

    Kerfið svíkur, rænir og drepur.

    M.b.kv. 

    Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2015 kl. 17:48

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband