Pólitískur halli á fréttamennsku um Amtsbókasafn

Illt er að skilja frétt sem ekki byggir á öllum málavöxtum. Í fréttatíma Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag var frétt um sölu á húsnæði Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Greint var frá því að á bæjarstjórnarfund í gær hefðu fimmtíu íbúar lagt leið sína sem sé algjört met! 

Samkvæmt mati endurskoðunarfyrirtækisins KPMG er talið að eitt af tilboðunum í húsið hafi verið best og samþykkti meirihluti bæjarstjórnar það. Minnihlutinn var hins vegar á móti. Hvorir tveggju hafa ábyggilega nokkuð til síns máls en um það fengu við hlustendur ekkert að vita.

Í frétt Ríkisútvarpsins var aðeins sagt frá málavöxtum eins og minnihluti bæjarstjórnar Stykkishólms sá þá. Viðtal var við fyrrum bæjarstjóra, pólitískan andstæðing núverandi meirihluta og einn úr minnihlutanum. Ekki var leitað eftir áliti meirihlutans eða bæjarstjóra Stykkishólms.

Þetta finnast mér dálítið slök vinnubrögð af hálfu fréttastofu Ríkisútvarpsins, svona hlutdræg fréttamennska, ef nota má orðið fréttamennska yfir svona lagað.

Svo gerist það að visir.is segir frá sama máli og byggir frétt sína á álíka einhliða frásögn.

Skil ekkert í svona verklagi nema því aðeins að meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólms sé svo hrikalega vondur að mati fréttamanna. Sé það raunin skal fullyrt að það er ekki fréttamanna að hafa skoðun á slíku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Forkastanlegur fréttaflutningur rúv af sölunni til þess eins að þjóna pólitísku geði fréttamannsins. 

Til háborinnar skammar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.3.2015 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband