Eru með eða á móti aðild Íslands að ESB?

Það er inn­an þess ramma sem gert er ráð fyr­ir. Þá ætti að vera næg­ur tími til að und­ir­búa þjóðar­at­kvæðagreiðsluna,“ seg­ir Ró­bert. Hann seg­ir að í til­lög­unni sé lagt til að þjóðin yrði spurð: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið með það að mark­miði að gera aðild­ar­samn­ing sem bor­inn yrði und­ir þjóðina til samþykkt­ar eða synj­un­ar.“

Svo segir Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, í viðtali við mbl.is vegna fyrirhugaðrar tillögu stjórnarandstöðuflokkanna á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Róbert talar um að taka upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið. Svona spyr aðeins Samfylkingarmaður sem vill reyna að plata þjóðina. Í spurningunni felst einfaldlega skrök og tilbúningur.

Samkvæmt reglum ESB eru þetta ekki viðræður heldur aðlögunarviðræður.

Á ESB ensku er notað „Accession Negotiations“, ekki „Negotiations“. Hvernig skyldi nú standa á því?

Á árunum þegar rætt var um aðild Noregs, Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar var farið í viðræður við þessi lönd, þá hét það „negotiations“. Það er ekki lengur gert, ESB hefur breytt reglunum. Nú er krafan sú að umsóknarríki samþykki Lissabon-sáttmálann, stjórnarskrá ESB og fari í aðlögun, skref fyrir skref, samþykki sáttmálann í litlum bitum.

Í aðlögunarviðræðunum þarf íslenska ríkið að taka upp lög og reglur ESB í 35 köflum. Þegar lokið er aðlögun hvers kafla þýðir það einfaldlega að aðlögunin hefur tekist. ESB er sátt við framgöngu umsóknarríkisins.

Undantekningarnar geta verið frá Lissabon-sáttmálanum, en aðeins um takmarkaðan tíma. Ekki um aldur og æfi. Ekki frekar en Vestfirði geti fengið undanþágu frá stjórnarskrá Íslands.

Af ofangreindu leiðir að aðildarsamningur er eiginlega enginn. Þegar hverjum kafla er lokað er Ísland búið að samþykkja efni hans og setja í lög eða reglur, að minnsta kosti heita því að það verði gert.

Dettur einhverjum í hug að hægt sé að bera gerðan hlut á borð við þennan undir þjóðaratkvæði? Sjávarauðlind Íslands verður sett undir stjórn ESB að loknum kaflanum um sjávarútvegsmál. Samþykki Alþingi það sem lög og ESB sömuleiðis á þá að bera málið undir þjóðina? Það væri nú meiri heimskan.

Sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem ætlunin er að bjóða upp á að loknum aðlögunarviðræðunum er sýndarmennska ekkert annað, í besta falli formlegheit.

Eftir aðlögunarviðræðurnar er allt komið í lög og undanþágurnar líka. 

Þjóðaratkvæðagreiðsla átti auðvitað að fara fram hér á landi áður en Alþingi samþykkti dæmalausu þingsályktunina um aðild að ESB þann 16. júlí 2009. Heiftin í garð Sjálfstæðisflokkinn var svo mikil að Samfylkingin og Vinstri grænir gátu ekki hugsað sér samþykki sjálfsagða tillögu. Þeir sömu og nú gala hæst um ólög og landráð en þögðu hins vegar þunnu hljóði þegar aðildarumsóknin var samþykkt. 

Ég sé hins vegar enga meinbugi á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslum ESB. Spurningin á hins vegar að vera þessi:

Eru með eða á móti aðild Íslands að ESB? 

Kjósendur svari einfaldlega já eða nei. Ég hef hins vegar enga trú á því að þjóðin samþykki aðildina heldur hafni henni með miklum meirihluta.


mbl.is Vilja að þjóðin fái að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er rosalega einfalt með þennann mann, annaðhvort er hann ósvífinn lygari eða hann er svo vitlaus að hann veit ekki meira um þetta eina mál sem hans flokkur stendur fyrir.

Ég veit ekki hvort er verra fyrir hann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.3.2015 kl. 14:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Össur samþykkti ályktun með Evrópusambandinu 2012 þegar hann gerði hlé um það að að ekki yrði gengið til samninga aftur fyrr en að undangenginn þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sott yrði um.

þ.e. Það sem honum láðist að spyrja þjóðina um í upphafi.

http://en.m.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union

"The Icelandic Parliamentary committee on foreign affairs tabled a proposal on 18 December 2012 to suspend accession negotiations. The motion also calls for an "application referendum" to be held to determine the will of the Icelandic people prior to any resumption of negotiations."

Hann stendur væntanlega við það þegar hann hefur fengið völd til þess að byrja að nýju. Þetta er samkomulag hans og ESB, svo hér ekki um loforð að ræða sem hann getur svikið.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 15:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

" On 10 January 2013, the proposal was formally adopted by the Foreign Affairs committee."

talandi um skammtimaminni...

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2015 kl. 15:11

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þjóðin kaus í apríl 2013 og hafnaði þeim flokkum sem höfðu ESB aðild á stefnuskrá sinni, en kaus þá flokka sem lofuðu að binda enda á aðlögunarferlið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2015 kl. 15:23

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

VLF ESB ríkja af fiskveiðum er sennilega að meðaltali uþb 0,1% á meðan á Íslandi er hún 30-50% OK haldið þið einangrunarsinnar að ekki sé tekið tillit til þess, að ESB vilji bara gleypa sjávarútveg og landbúnað á Íslandi. Hvers lags kjánar eruð þið!!!

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 17:33

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef þú heldur að sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn sé það eina sem er ekki æskilegt við ESB þá held ég að kjánaprikið sé þín megin.

Einnig er það rosalega sérstök hugsun að kalla þá einangrunarsinna sem vilja eiga viðskipti við alla á plánetunni í staðin fyrir að loka sig inni í evrópusambandinu...

Ef þú hefur svona rosalegan áhuga á að ganga í ESB þá er enginn að stoppa þig í að flytja þangað, það er nóg af plássi þarna í dýrðinni, vinsamlegast gerðu það í staðin fyrir að reyna að troða okkur hinum sem höfum engan áhuga á þessum klúbbi þangað inn.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.3.2015 kl. 18:29

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það þarf að klára samningaviðræðurnar og kjósa um samninginn.

Skil engan vegin afhverju fólk vill koma í veg fyrir Aðildarsamning uppá borð.

Að klára Samningaviðræðurnar hefði líka þegar í stað ein mjög góð áhrif.

Þá kæmi í ljós hvernig samkomulag næðist í ákveðnum atriðum, ss. landbúnaðar- og sjávarmálum og ferlið sjálft mundi leiða til opnunar umræðunnar.  

En umræðan er mikið til í gíslingu andsinna sem djöflast dag og nótt með hrossabresti og virðast hafa nægt fjármagn.  

Ábyrgð fjölmiðla verður mikil því þeim ber skilda til, skilda til, að hafna villandi málflutningi andstæðinga ESB.

Jú jú, andstæðingar Sambandsins mega svo sem alveg hafa villandi málflutning á síðnum eigin síðum og banna alla sem leiðrétta þá þar, eins og heimssýn sem dæmi.  

En andsinnar hafa engan rétt á að almennir fjölmiðlar liggi marflatir fyrir þeim.  

Það mun mikil ábyrgð hvíla á fjölmiðlum í samningaferlinu og upplýsingamiðlun um efni máls, að bægja frá sér ofsa- og villumálflutningi andsinna.  

Fjölmiðlar verða að setja stranga málefnalega kröfu á menn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2015 kl. 18:45

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nú ætla ég ekki að fara að þræta við þig Halldór Björgvin hver sé hinn endanlegi kjáni, en ætli að það sé ekki flest annað sem íslendingar verði að taka upp sem lög möglunarlaust frá ESB, en þar kannski liggur sjálfstæði þitt. Þú segjist vilja hafa viðskipti við alla plánetuna kölluð væntanlega Jörð í þínum huga sem annara. Sennilega gerir þú þér ekki grein fyrir þeim takmörkunum sem því landfræðilega fylgir, hvað þá önnur atriði, þá á ég aðallega við sjávarútveg. Annars bý ég í ESB landi, þannig ekki þarf ég sérstaklega að flytja þangað eins og þú minnist á, hins vegar hef ég sagt að ESB er ekki leið til paradísar, en möguleg leið úr því helvíti sem íslensk stjórnvöld bjóða almenningi. En það skiptir þig sennilega engu máli, þú væntanlega elskar háa vexti, reglulegar gengisfellingar til handa útflutningsgreinum, hátt matvöruverð ofl ofl. í þessum dúr. En svona er misjöfn sýnin á málin!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 19:12

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ómar þú veist það jafnvel og aðrir að samningurinn er tilbúinn, og er hann regluverk ESB, lestu það og þá ertu kominn með samninginn, einnig þá veistu það jafnvel og næsti maður sem hefur eytt 5 mínutum í að skoða þessa ESB "umsókn" að það er ekki verið að kíkja í neinn pakka, aðildarferlið felur í sér aðlögun að ESB og þegar því er lokið erum víð í raun komin inn í ESB því að það er búið að taka upp allt regluverkið.

Jónas, hvað er þá málið, þú ert í dýrðinni í ESB og hví megum við ekki hanga hér í helvítinu í friði? fyrir mínar sakir er margt sem mér hugnast ekki frá ESB og því er ég "sáttur" við ástandið sem ég tel vera betra en það yrði innan ESB, nóg höfum við fengið nú þegar af þessu bákni í gegnum þessa aðlögun sem farið var í 2009-2011 ásamt EES samningnum og finn ég svo aldeilis fyrir því í dag og alls ekki á góða vegu, svo hingað til hefur ESB tilraunin kostað mig helling af krónum og væru þær eflaust fleiri ef lengra hefði verið haldið. 

Hvaða máli skiptir landarfræðin þegar kemur að umsókninni, jú það eru takmarkanir er tengjast flutningum og þess háttar en að ganga í ESB breytir því ekki neitt, aftur á móti koma þeir samningar sem eru til fyrir við þessu ágætu lönd sem eru fyrir utan dýrðina í ESB, til með að verða ógildir ef að aðild kemur, þess vegna kýs ég að hafa möguleikann á því að við gætum átt viðskipti við önnur lönd en einhver ráðamaður í Brussel ákveður. Hví að læsa okkur inni í klúbbi með ca 6-7% af jörðinni fólksfjöldalega séð þegar við getum verið fyrir utan esb með 100% af þeim.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.3.2015 kl. 20:47

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Trúðu mér, ég virði fullkomlega skoðanir þínar Halldór, og eins verður þú að virða öndverðar skoðanir við þínar. Minn málflutningur gengur út á það, hver svo sem skoðunin er, þá verður bara alls vegna að ljúka þessu máli í eitt skipti fyrir öll. Það gerist eingöngu á þann hátt að ljúka samningaferlinu og kjósa síðan, hver sem niðurstaðan síðan verður, er sú sem meirihlutinn vill!!!

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 21:28

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fólk sem tjáir sig um aðild að ESB verður einfaldlega að átta sig á muninum á „Accession Negotiations“ og „Negotiations“. Hið seinna er ekki í boði, hvorki fyrir Ísland né önnur lönd.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.3.2015 kl. 22:53

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fólk sem tjáir sig um aðild að ESB verður einfaldlega að átta sig á muninum á "Accession Negotiations" og "Negotiations" Hið seinna er ekki í boði, hvorki fyrir Ísland né önnur lönd. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.3.2015 kl. 22:55

13 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Sigurður og það er greinilega fullt af fólki sem vill ekki sjá, eða er ekki fróðri en það að halda að það séu einhverjar viðræður. Aðlögun að inngöngu er það og ekkert annað, þess vegna fagna ég því að það er verið að draga þessa umsókn ef umsókn er hægt að segja þar sem undirskrift Forseta þarf til að virk sé mætti ætla, allavega sé dregin til baka.

Ég styð Þjóðaratkvæðagreiðslu ef spurningin er eins og þú segir, ertu með eða á móti inngöngu í ESB.

Takk fyrir góða grein.

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.3.2015 kl. 23:38

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er akkúrat svona afstaða sem síðuhafi og Ingibjörg lýsa, sem fær mig til þess að efast. Þess vegna vil ég ljúka samningum, og bera undir þjóðaratkvæði. Það er himin og haf á milli t.d. Íslands og annara ESB þjóða hvað varðar sjávarútveg m.v. VLF. Á meðan meðaltal ESB ríkja er ca 0,1% þá er á Íslandi 30-50% Er fólk svo auðtrúa, að virkilega trúa því, að ESB heimti sjávarútveg undir sinn hatt, nei gott fólk. Nú ef svo illilega vill til, að svo sé og ekkert annað í boði, þá sér fólk að það er naglfast og kýs samkvæmt því geri ég ráð fyrir. En að fyrirfram ákveða þetta, er nú frekar ódýrt. Það er fáránleg hugmynd Ingibjörg, að fara með þessa spurningu í þjóðaratkvæði, og sýnir hversu röklaus þú ert, eins hversu lélegan málstað þú ert að verja. Í raun er það aðhlátursefni, að vilja ekki gefa sér þann tíma og rúm, sem hugsanlegir samningar geti leitt af sér, nema auðvitað eins og fram hefur komið hjá ykkur, að íslendingar séu vesalingar, og ekki hæfir til þess að landa bærilegum samningi!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 19.3.2015 kl. 00:05

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er dálítill misskilningur hjá þér Jónas Ómar. Aðlögunarferlið er ekki samningsferli. Það byggist á 35 köflum sem þarf að samþykkja, hvern og einn fyrir sig. Samþykktir felur meðal annars í sér að Íslands þarf að setja í lög og reglur hið sama og fram kemur hjá ESB. Þegar því er lokið er tekið til við næsta kafla og svo koll af kolli. 

Það er einfaldlega ekki svo að í lokin sé komið með samning um 35 kafla sem hægt er að skoða. Það vill ESB ekki gera. Í lokin er einfaldlega búið að setja allt í lög og reglur hér á lagi, Lissabon-sáttmálinn hefur í raun tekið gildi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2015 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband