Er Framsóknarflokknum treystandi í stjórnmálum?

Eftir að flokksforustan hefur lamið og barið á hinum fljótfærnu borgarfulltrúum Framsóknarflokksins í Reykjavík rennur loks upp fyrir þeim að þau hafa gert reginmistök með því að tilnefna Gústaf Níelsson í svokallað mannréttindaráð Reykjavíkur. Ekki er hins vegar minnst á að hjálparhellan er flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Framsóknarmönnum þykir það afar léttvægt en nota nú tækifærið og ata Gústaf aur sem mest þeir mega, rétt eins og það sé sáluhjálparatriði í öllum mistökunum.

Við vissum ekki af afstöðu [Gústafs} til samkynhneigðra,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni. Þetta er bara yfirvarp hjá konunni. Gústaf er frjálshyggjumaður og samkvæmt því á hver maður rétt óháð því hvernig hann kýs að lifa sínu lífi.

Með ummælum sínum upplýsir hún enn og aftur um fljótfærni sína og félaga sinna. Þetta fólk anar fram nær því í blindni. Eftir nær eitt ár í borgarstjórn virðist sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi tekið við af þeim þingmanni sama flokks sem hvað þekktastur er fyrir fljótfærni, mismæli og mislagðar hendur.

Ekki er nema von að almenningur hugsi sig um og pæli í því hvort Framsóknarflokknum sé treystandi í stjórnmálum, sveitarstjórnum eða þingi. Greinilegt er að innan flokksins er gríðarlegur skortur á frambærilegu fólki, svo mikill að þeir sem þar veljast til forystu kunna ekki til einföldustu verka.

Af þeirri þekkingu sem ég hef í almannatengslum myndi ég gefa stjórnmálamönnum Framsóknarflokksins þau ráð að tala sem minnst og þá mjög lítið í hvert skipti. Framar öllu að hugsa sig vel um áður en þeir opna munninn.

 


mbl.is Þekktu ekki til afstöðu Gústafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fljótfærni,hvernig má annað vera með aðstöðu í einhverju "Gettói" í Tjarnargötu og borgar meirihlutinn lítur hana/þær hornauga er þær tala máli flestra Reykvíkinga um Moskuúthlutunina. Eru ekki allir sveitastjórnarmenn að flýta sér einhver reiðinnar ósköp um þessar mundir,? Heyrst hefur um það!

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2015 kl. 14:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega er Framsóknarflokkurinn óstjórntækur, þ.e. ef einsleitni stjórnmálanna á að vera í fyrirrúmi.

Vissulega er Framsóknarflokkurinn óstjórntækur ef enginn má hafa skoðun, má tjá sig nema eftir forskrift.

Hitt er svo annað mál hvort það sé hollt fyrir lýðræðið að úrskurða þennan stjórnmálaflokk óstjórntækan.

Það gerði meirihluti borgarstjórnar, strax á fyrsta fundi sínum að loknum síðustu sveitarstjórnarkosningum og það ætla sömu flokkar innan borgarinnar að gera aftur nú, samkvæmt fréttum.

En er borginni eitthvað betur stjórnað, þó þessi stjórnmálaflokkur sé úthýstur í hugum meirihlutans? Fær lýðræðið eitthvað betri byr í segl borgarskútunnar vegna þessa?

Þvert á móti þá er lýðræðinu kastað á bál glötunar innan borgarstjórnar, í skjóli þess að sá eini flokkur innan stjórnkerfis borgarinnar sem þorir að halda uppi vörnum fyrir kjósendur, er úrskurðaður "óstjórntækur".

Það færi betur ef dugnaður fulltrúa Sjálfstæðisflokks væri á pari við dugnað Framsóknar, í vörslu um lýðræðið í stjórn borgarinnar. En þar skortir kjarkinn, þeir óttast að verða úrskurðaðir "óstjórntækir" líka. Og vissulega færi meirihluti borgarstjórnar létt með það verk, með flesta fjölmiðla sínu megin og stórann hluta menntasamfélagsins.

Menn geta deilt um hvort ákvörðun fulltrúa Framsóknar að skipa flokksbundinn Sjálfstæðismann fyrir sína hönd í nefnd. Menn geta deilt um hvort sú ákvörðun hafi verið fljótfærnisverk eða ekki. Menn geta einnig deilt um hvort skoðanir þessa manns séu "góðar" eða "slæmar".

Hitt er ljóst að nefnd sem skipuð er einsleitnum hóp fólks gerir lítið gagn og víst að skoðanir Gústafs kannski einmitt sem þarf í svona nefnd.

Þannig virkar lýðræðið, að allir fá tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Ég vil taka sérstaklega fram að ég er andsnúinn hugsun Gústaf gagnvart samkynhneigðum og tel þær vera gamaldags. En ekki dettur mér í hug að fordæma manninn fyrir hans hugmyndir.

Varðandi skoðanir hans á múslimum, þá rýma þær vel við gerðir ríkisstjórna Evrópuríkja þó orð þar séu langt frá því að vera í samræmi við gerðir. Hvaða skoðun sem menn hafa á trúfélegum og kannski sérstaklega múslimum, þá er það deginum ljósara að hryðjuverkin í París og raunar flest hryðjuverk hin síðari ár eru gerð í nafni þessarar trúar.

Ég veit auðvitað að samfélag múslima er margfallt stærra en þau hryðjuverkasamtök sem starfa í nafni þeirra og erfitt fyrir þær milljónir friðsamra múslima að lifa við þá smán sem þessi hryðjuverkasamtök valda þeim. En það verður einungis lagað innanfrá. Enginn utanaðkomandi getur læknað þau sár múslima.

Þeir sem fordæma skoðanir fólks eru í eðli sínu hryðjuverkamenn, Þeir eru mesta og besta vopn þeirra sem fara um heimsbyggðina í nafni trúar og fremja manndráp og önnur ódæðisverk!!

Gunnar Heiðarsson, 21.1.2015 kl. 21:23

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Er Gústaf frjálshyggjumaður? Ég hef aðallega heyrt hann kalla sig "íhald af gamla skólanum". Og hvaða rétt á hver maður annars skv. frjálshyggju? Rétt til að kaupa og selja?

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 21:31

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Gunnar, þú ættir að passa þig betur þegar þú sveiflar svona dómarahamrinum. Í síðustu efnisgrein kallar þú Gústaf hryðjuverkamann.

Annað: Þú gefur þér að allirþessir stjórnmálamenn stjórnist af hræðslu. Hefur þér ekki dottið í hug að þeir séu kannski bara ekki rasistar?

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 21:36

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hefur Gústaf gerzt málsvari rasisma, Vésteinn? Fjarri fer því.

Það er ekki snjallt af þér að falla í gryfju hneigðarinnar billegu til að fordæma menn að ósekju fyrir rasisma.

En nú hefur félagspólitíski rétttrúnaðurinn unnið enn einn áfangasigurinn við að svipta menn fengnum réttindum:

1. Íslensku Kristskirkjuna hans Friðriks Schram og félaga sviptu vinstri borgarstjórnarmenn rétti til að fá úthlutun úr kirkjubyggingasjóði vegna rökstuddra skrifa Friðriks um samkynja mök.

2. Kennaranum Snorra Óskarssyni vék bæjarstjórn Akureyrar úr starfi við grunnskóla þar vegna skrifa hans í nefndu máli á vefsíðu, sem kom skólanum ekkert við og án þess að hann hefði á nokkurn hátt brotið af sér í starfi og þrátt fyrir að hann hafi notið mikils trausts einmitt sem góður kennari.

3. Gústaf Níelsson er með þrýstingi frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Eygló Harðardóttur o.fl. sviptur málfrelsi sem kjörinn varamaður í mannréttindaráði Reykjavíkur, þótt þar gæti hann sannarlega gert gagn, því að sjálft hefur þetta "mannréttindaráð" unnið gegn þeim sjálfsögðu mannréttindum skólabarna að fá að meðtaka Nýja testamentið að gjöf.

Hinir háværu málsvarar "umburðarlyndisins" eru nefnilega óttalega kreddufastir og harðvítugir sjálfir gegn þeim, sem ekki hugsa eins, eða á stundum einberir stuðpúðar sem láta stundarsjónarmið fréttamanna og annarra kokhraustra, sem þeir óttast, ráða gerðum sínum.

Jón Valur Jensson, 22.1.2015 kl. 01:16

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hver er rasisti? Hvar liggja mörkin milli þess að vera rasisti eða þess að þora að segja sína skoðun?

Þó einum finnist ummæli annarsa vera í anda rasisma, þá gerir það ekki þann sem tjáði sig að þess konar manni.

Og ekki er ég að sveifla neinum dómarahamri, þvert á móti fordæmi ég þá sem slíkt gera. Það má vera Vésteinn, að þú lesir einhver dómsorð í minni athugasemd, en þá er það kannski vegna þess að þú telur eitthvað að þér þrengt.

Ef þú hefur lesið alla athugasemd mína, ekki bara upphaf og endir, þá sæir þú að ég er ekki hlyntur skoðunum Gústafs, en virði þær. Í því fellst frelsið.

Ef við svo snúum okkur að tilefni skrifa höfundar þessa bloggs, kosningu Gústafs Níelssonar sem varamann í nefnd á vegum Reykjavíkurborgar, þá ber að geta þess að hann var kosinn í þessa nefnd með 10 atkvæðum af 15, enginn var á móti og telst því réttkjörinn. Enginn hefur efast um getu hanns til að sitja sem varamaður í þessari nefnd utan þess að skoðanir hanns þykja ekki við hæfi. Hvað kallast það þegar mönnum er úthýst vegna skoðana sinna? Þegar þekking og annað atgerfi er látið víkja fyrir skoðunum viðkomandi?

Þar erum við sennilega komnir ansi nærri rasisma.

Gunnar Heiðarsson, 22.1.2015 kl. 01:25

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón Valur, lestu það sem ég skrifa áður en þú svarar því, í þessari athugasemd kalla ég Gústaf ekki rasista, heldur velti ég upp þeim möguleika að tilteknir stjórnmálamenn séu ekki rasistar. Og að Gústaf sé "sviptur málfrelsi" er náttúrlega bara vitleysa. Það hefur enginn bannað neinum að fá NT að gjöf, það á bara að fara fram utan skólans. Ég veit ekkert hvað þú ert að fara með þennan Friðrik Schran, en ég veit að landslög tala um "gott siðferði" og "allsherjarreglu" þegar þau setja fyrirvara við trúariðkun. Og hommahatur brýtur gegn góðu siðferði, eins og þú veist mæta vel.

Gunnar, auðvitað las ég athugasemd þína. Það er misskilið frelsi hjá þér, að virða fordóma gegn múslimum eða fyrirlitningu á hommum. Það er tvennt óskylt hvort maður er rasisti eða ekki og hvort maður þorir að segja sína skoðun eða ekki. En þú skrifaðir reyndar:

Þeir sem fordæma skoðanir fólks eru í eðli sínu hryðjuverkamenn, Þeir eru mesta og besta vopn þeirra sem fara um heimsbyggðina í nafni trúar og fremja manndráp og önnur ódæðisverk!!

Það er trúarskoðun að aðhyllast múhameðstrú. Þannig að þeir sem fordæma það eru í eðli sínu hryðjuverkamenn, samkvæmt þér.

Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 08:58

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er engin "vitleysa" að Gústaf verði hér sviptur málfrelsi sem kjörinn fulltrúi, varamaður í nefndu ráði. Sé hann sviptur umboði (og það hefur enn ekki formlga gerzt! – gerist ekki fyrr en með formlegri samþykkt í borgarstjórn eða borgarráði, 3. febrúar nk., hygg ég), þá er verið að svipta hann atkvæða- og málfrelsi í því ráði.

En þú ert náttúrlega bara ánægður með það, Vésteinn, enda yzt á vinstra kanti stjórnmála.

Jón Valur Jensson, 22.1.2015 kl. 18:50

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo fer því fjarri, að að séu "almenn mannréttindi" að samkynhneigðir fái að giftast. Þetta er ekki í náttúrurétti neinna náttúruréttar-heimspekinga. Þetta er einungis pósitífur réttur (þ.e. sett lög, ius posita) í mjög litlum hluta hinna tæplega 200 ríkja á jarðkringlunni. Þetta er ennfremur andstætt Biblíunni og rómversk-kaþólskri trú, sömuleiðis trú rétttrúnaðarkirkjunnar alls staðar (grísku-orþódoxu, slavnesk-orþódoxu kirknanna, kirknanna í Miðjarðarhafsbotnum), koptísku kirkjunnar og fjölda mótmælendakirkna.

Menn geta því alveg hætt að tala um þetta sem "almenn mannréttindi", þótt þeir geti vitaskuld reynt að beita sér fyrir því, að svo verði. En þar glíma þeir ekki aðeins við kaþólska, eins og hér sást, og ekki bara trúaða, því að mikill meirihluti mannkyns er andvíg þessari stefnu þinni, Vésteinn, rétt eins og Platón var algerlega á öndverðum meiði við þig í þessum málum og vildi tálma því að samkynhneigðir væru með sýnileg áhrif í þessa átt í samfélaginu (Lögin).

Jón Valur Jensson, 22.1.2015 kl. 18:52

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón Valur, snúðu ekki út úr. Fólk á sjálft að velja hverjum það giftist og mér er alveg sama hvað gamlar trúarskruddur segja um það. Auk þess velurðu bara sjálfur og hafnar hvað úr Biblíunni passar þér og þínum skoðunum hverju sinni, hún er þér ekki heilagri en það.

Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 19:28

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hafna þessu hvoru tveggja frá þér, Vésteinn.

Þú býrð ekki til siðareglu með því að fullyrða eitthvað um það sjálfur, í krafti þinnar einangruðu persónu, hvað fólk "eigi" að gera. Mikill meirihluti mannkyns er agerlega andvígur þessu viðhorfi þínu, enda leyfa fæst lönd hjónaband samkynja fólks. Þar fyrir utan eru mörg líffræðileg atriði sem mæla gegn þessu, eðli málanna samkvæmt, og þau styðja auðvitað náttúruréttar-andmælin gegn þessu nýja tízkufyrirbæri, sem enn kann þó að vera í uppgangi meðal þjóða, en vart nema 15–30 ár enn, þ.e.a.s. þar til reynslan fer að sýna, hvar forspárnar bregðast og alls kyns óheppilegar afleiðingar hinnar nýju skipanar mála koma í ljós, og þá fara margir að átta sig á þessu og pendúllinn fer að sveiflast í hina áttina.

Hér er yfirveguð og einkar vel rökstudd grein Oxford-fræðikonu um hjónabandsmálin og snýst ekki hvað sízt um náttúruréttarrök málanna: Is Marriage a Form of Discrimination?, Commentary by R.M.T. Schmid of Oxford.

Jón Valur Jensson, 22.1.2015 kl. 20:36

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón, það ert þú sem ert að fullyrða hvað fólk eigi og eigi ekki að gera. Ég er að segja að fólki á að leyfast þetta, á meðan ekki koma fram gild rök sem banna það. Mikill meirihluti mannkyns hefur ekki kosningarétt á Íslandi og kemur þessu máli því ekki við. Og það eru engin líffræðileg atriði sem mæla með því að banna fólki að giftast hvert öðru.

Burtséð frá því, er hjónabandið auðvitað í eðli sínu borgaraleg stofnun (í merkingunni 'civil') og ætti sem snarast að fjarlægja trúarlegt kukl í kringum það. En það er önnur saga.

Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 21:24

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú lætur eins og þetta sé bara spurning um einstaklingsfrelsi. Það er það ekki. Hjónabandið sem löghelguð stofnun er ákveðin forréttindastaða, ríkisvaldið verndar þau forréttindi, en það er vegna þess að fjölskyldan er svo mikil grunneining samfélagsins og mikilvæg forsenda fyrir góðu þjóðfélagslífi, m.a. með því að ala upp og mennta börn í vissum aga og fræðandi jafnt sem gefandi mótun sem félagslega sinnuðum einstaklingum sem sjálf þurfa að takast á við að leiða fjölskyldur síðar.

Samkynja sambönd byggja ekki upp líf nýrra þjóðfélagsborgara. Líf hvers samkynhneigðs manns byggir á karls+konu-sambandi, en ekkert líf byggir á karls+karls- eða konu+konu-sambandi. Heterosexuel sambönd eru því mikilvægari, dýrmætari fyrir samfélagið heldur en hin og eru raunar ómetanleg fyrir mannlegt samfélag og áframhald þess, en það sama á ekki við um homosexuel sambönd.

Einnig þessi setning þín er röng: "Og það eru engin líffræðileg atriði sem mæla með því að banna fólki að giftast hvert öðru."

Ég held þú hafir lítt kynnt þér þessi mál, t.d. ekki hinn mikla mun sem er á meðallengd sambanda þessara tveggja ólíku hópa, sem og hinar ólíku tíðni- eða fjöldatölur um kynlíf viðkomandi utan þessara sambanda.

Heilsufarsvandamálin eru líka með mjög ólíkum hætti hjá þessum ólíku hópun.

Jón Valur Jensson, 23.1.2015 kl. 00:48

14 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón, að fólk geti ekki eignast börn saman er ekki ástæða til að banna þeim að giftast, en þú dregur það alltaf upp aftur og aftur þótt þér hafi verið margbent á það.

Annað: Margt fólk á börn af fyrri samböndum. Þau börn eiga sinn rétt, og það eiga mögulegir fósturforeldrar þeirra líka. Auðvitað á að mega að finna þeim rétti stað í hjónabandi.

Kynhneigð hefur ekkert að gera með hæfileika til að ala upp börn. Það eru því ekki rök.

Meðallengd sambanda? Ekki rök. Fyrir nokkrum árum var Britney Spears full í Las Vegas og giftist vini sínum í gamni. Daginn eftir skildu þau. Var það hjónaband háheilög stofnun, jafnvel "ómetanlegt fyrir mannlegt samfélag"?

Ég blæs á einhverjar "tíðni- eða fjöldatölur" um kynlíf annarra. Koma málinu ekki við. Og heilsufarsvandamál gera það ekki heldur.

Miðað við hvað þú ert upptekinn af þessu, þá er lítið á þér að græða, og lítið hald í "rökunum" þínum.

Aðalvandamál samkynhneigðra er eitt: Fordómar í samfélaginu. Steinar sem fordómafullt fólk leggur í götu þess vegna þess að það þolir ekki að það sé eins og það er og vill fá það aftur inn í skápinn til sín. Það eru hinir raunverulegu öfuguggar, einhverjir gaurar sem eru með homma á heilanum og reynast svo oft vera hommar sjálfir, fastir í viðjum fordóma og afneitunar og oftar en ekki trúar. Hommar eru ekkert vandamál. En hommahatur er vandamál.

Meðan ég man, Jón, þú ætlaðir að svara því hvaða íslensku múslimar hefðu lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök. Hverjir voru það?

Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband