Jónas frá Hriflu og skilyrði til menntaskólanáms

Framfarahugur Jónasar í menntamálum var hrífandi og hugmyndir hans stórmerkar. Þær eru enn í gildi þótt aðstæður séu gerbreyttar. Honum fannst m.a. á þeim tíma alvarleg slagsíða í íslenskum fræðslumálum og að fámenn yfirstétt í Reykjavík sæti þar að öllu og beitti Menntaskólanum fyrir sig. Erfitt er að andmæla þessu með öllu og ekki var Jónas einn um þessi sjónarmið. En Jónas gekk hart fram gegn forréttindaöflum samfélagsins og hlaut að launum illmæli margra menntamanna. Hann egndi þá upp gegn sér líka.

Þetta segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins í grein í Morgunblaði dagsins. Hann andmælir í henni viðhorfi tveggja formælenda stuðningsmannafélags Menntaskólans í Reykjavík sem ræddu í annarri Morgunblaðsgrein um skert framlög til skólans. Í henni drógu þeir Jónas Jónsson frá Hriflu inn í umræðuna en hann var á sínum tíma ritstjóri, alþingismaður og ráðherra og mjög áhrifamikill í öllum sínum störfum og ekki var allt sem frá honum kom af góðmennsku gjört.

Jón Sigurðsson kemur læriföður sínum til varnar og er það virðingarvert. Hitt er þó staðreynd að Jónas frá Hriflu var ólíkindatól hið mesta og átti ill samskipti við fjölmarga ekki síður samherja eða andstæðinga. Þetta er staðreynd og skiptir engu þótt maðurinn sé löngu látinn. Hann er engu að síður dæmi um stjórnmálamann sem um margt er lítil fyrirmynd jafnvel þó enn séu á þingi nokkrir sem virðast hafa sækja pólitík sína til hans og er þá ekki átt við framsóknarstefnuna.

Á fimmta áratugnum lagði Jónas Jónasson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram tillögu til þingsályktunar um nám í menntaskólum. Hann vildi gera það að skilyrði fyrir aðgangi í menntaskóla á Íslandi að umsækjandinn hefði stundað almenn landbúnaðarstörf í tvö ár áður áður en hann byrjaði í skólanum.

Þetta er skýrt dæmi um eitt af því lágkúrulegasta sem frá Jónasi kom og þarf varla að taka það fram að tillagan kom aldrei til umræðu og var hann því eflaust fegnastur. Að öllum líkindum var hún lögð fram í hnútukasti við „menntalýðinn“.

Já vissulega egndi Jónas frá Hriflu fólk upp á móti sér að hætti þeirra sem teljast ósvífnir og óvandir á meðölin. Undrast því fáir þótt af og til sé hann dregin inn í deilur nútíðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband