Sértæk skuldaaðlögunin nýttist best ríka fólkinu hans Árna Páls

En ekki var kynningarfundurinn fyrr búinn, en formenn VG og Samfylkingar komu fram og öskruðu "óréttlæti". Ég spyr þá, ef þetta er óréttlæti hvaða nafn gefa þau þá aðgerðunum sem þau stóðu fyrir. Katrín segir að margir hópar verði útundan, en var það þá ekki VG og Samfylking sem skyldi þá útundan? Árni Páll segir að þeir ríkustu fái mest og vísar svo í 300 ma.kr. sem hann ákvað að SDG hefði lofað að færi í málefnið. Um þetta er það að segja, að bæði 110% leiðin og sértæk skuldaaðlögun nýttust best ríka fólkinu hans Árna Páls. Litla fólkið fékk hugsanlega hundrað þúsund kalla, ef það fékk þá nokkuð. Ástæðan er einföld og ætti ekki að vefjast fyrir fyrrverandi efnahagsráðherra, að til að geta staðið undir 110% skuldsetningu húsnæðis, þá þarf fólk nokkuð góðar tekjur. Og hverjir hafa góðar tekjur á Íslandi? Jú, ríka fólkið.

Þetta segir Marinó G. Njálsson á Facebook í dag. Færslan hans er mun lengri og ítarlegri en afskaplega málefnaleg og góð eins og Marinó er von og vísa. Hann er ekki stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar og í hvorugum flokknum bundinn, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Ég hef oft vitnað í Marinó enda er hann oftast afar málefnalegur og heiðarlegur í málflutningi sínum. Það er sjaldgæft í stjórnmálaumræðunni en til mikillar eftirbreytni. 

Svo virðist sem menn séu farnir að gleyma norrænu velferðarstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem og ráðherrunum sem lofuðu að gera allt fyrir lágtekjufólk. Jæja, en efndirnar urðu ekki merkilegar enda hentu kjósendur þessum tveimur flokkum til hliðar

Eitt alvarlegasta mál hrunsins var eignarýrnum almennings. Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms gerði fátt eitt til að lagfæra vandann og gerði eiginlega ekkert annað en að bæta tekju- og eignamiklu fólki skaðann en við hin sátum eftir.

Og nú rís Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, upp á afturfæturnar og skrökvar að alþjóð og sama gerir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.

„Á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu leikur forsætisráðherra sér í Hörpu. Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf.“

Þessir menn kunna ekki að skammast sín. Þeir hafa ekki fyrir því að kanna staðreyndir máls en mynda sér skoðun á forsendum sem þeir halda að séu réttar.

Marinó G. Njálsson rasskellir Árna Pál og raunar Helga Hjörvar líka. Hann segir eftirfarandi og ættu sem flestir að lesa þessa upprifjun (greinaskil eru mína):

Ástæðan fyrir því að ég fer í þessa langloku að hrekja orð Árna Páls er að hann er í besta falli að draga athyglina frá sínum loforðum sem hann gat ekki efnt sem félagsmálaráðherra og seinna efnahagsráðherra. Ég á til glósur frá fundi með honum, þar sem talað er um hærri upphæð en þessar 300 ma.kr. enda voru gengislán inni í þeirri lausn.

Mér finnst líka löngu tímabært að Árni Páll þurfi að svara fyrir hvernig sú ríkisstjórn sem hann sat í brást heimilunum og setti það í hendur fjármálafyrirtækja að ákveða hverjir héldu heimilum sínum og hverjir ekki. (Ákveðið í frumvörpum sem hann lagði fram.) Hvernig ríkisstjórnin sem hann sat í tók stöðu gegn heimilunum eftir að Hæstiréttur hafði fært þeim réttlæti. (Gylfi Magnússon sagði að ekki kæmi til greina að dómar Hæstaréttar fengju að standa.)

Hvernig hann persónulega bar ábyrgð á einhverju mesta lagaklúðri í seinni tíð og færði fjármálafyrirtækjum hundruð milljarða á silfurfati sem einstaklingar hafa þurft að sækja aftur fyrir dómstólum og enn eru dómsmál í gangi út af. (Árna Páls-lögin, nr. 151/2010.) Ef ég á bara að segja eins og er, þá ferst honum að gagnrýna núverandi ríkisstjórn fyrir að gera ekki nóg eða mismuna fólki.

Ef Árni Páll hefði staðið fastur á hugmyndinni, sem hann kynnti stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og fleirum á fundi í félagsmálaráðuneytinu um miðjan september 2009, þá hefði skuldavandi heimilanna verið leystur þá um haustið en ekki væri enn verið að koma með hlutalausnir sem skilja hina ýmsu hópa eftir í óvissu og bæta ALDREI versta skaðann sem eru brotin heimili, húsnæðismissir, gjaldþrot og þaðan af verra.


mbl.is „Gefur tekjuhæstu heila Hörpu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Sigurður 

Oft er maður sár og reiður vegna ummæla manna það er að seja Manna en Steingrímur Guðmundur Katrín og Árni páll verða seint talin til Manna Þó maður eiji ekki að vorkena fólki þá get jég ekki annað en vorkent því fólki sem kaus þetta fólk ef fólk skildi kalla og sjá ekki FALSIÐ í þeim og greiði þeim samt athvæði sitt aftur og aftur er fólk með sjálfseiðingarhvöt,Til hvers sótti þetta fólk umm skuldarleiðréttingu það hlítur að neita að taka við henni og setja það í eitthvað annað hvað sem það er því ekki vita þau hvað þetta annað er.Takk fyrir pistilinn 

Jón Sveinsson, 11.11.2014 kl. 20:48

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir hlý orð í minn garð, Sigurður.

Marinó G. Njálsson, 11.11.2014 kl. 23:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef Árni Páll hefði staðið fastur á hugmyndinni, sem hann kynnti stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og fleirum á fundi í félagsmálaráðuneytinu um miðjan september 2009

Var þessi "hugmynd" eitthvað í ætt við þá "hugmynd" sem Tryggvi Þór setti fram á sínum tíma og er allt önnur en sú sem hann er núna búinn að útfæra og hrinda í framkvæmd þegar hann er loksins kominn í stöðu til þess?

Það sem væri raunverulega gagnlegt við þetta væri, ef það yrði upplýst nákvæmlega hvers vegna þessir menn beygðu af leið og stóðu aldrei við þessar "hugmyndir" sínar!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband