Alltaf vex annađ blóm í sömu krús eđa annarri

Viđ rithöfundar og bókaútgefendur erum ekki ađ heimta nein forréttindi eđa undanţágur frá sköttum og skyldum. Ţetta er meira spurning um sjálfsagđa tillitssemi gagnvart viđkvćmum hlut.

Ţetta segir Hallgrímur Helgason, myndlistarmađur og rithöfundur, í grein í Morgunblađi gćrdagsins. Man ekki hvenćr ég sá síđast grein eftir sama höfund í Mogganum.

Mér hefur alltaf ţótt ţađ göfug íţrótt ađ semja texta af ýmsu tagi, bundiđ sem óbundiđ mál. Hef raunar alltaf taliđ ţá nćr almćttinu sem slíkt geta og er Hallgrímur Helgason ekki undanskilinn. 

Greinin er ţannig ađ ósjálfrátt veltir mađur fyrir sér markmiđum fólks. Ţau eru auđvitađ ólík frá einum einstaklingi til annars. Undir niđri virđist allt spurning um peninga. Enginn vill enginn borga of mikiđ, hvorki fyrir vörur né í skatta. Í ljósi ţess ađ fátt er öruggt í ţessu lífi annađ en skattar og ... dauđinn er skiljanlegt ađ margir vilji komast hjá ţví ađ greiđa af tekjum sínum. Ef vel tekst til kćtast ţeir sem eiga meiri afgang en ađrir, hvernig sosum hann er fenginn.

Hvađ skattana varđar er ţetta alltaf spurning um réttlćtingu. Skúrkar spá ekki í slíkt, ţeir svíkja undan skatti og láta engan vita. Ađrir heimta ţrepaskipt skattkerfi og réttlćta ţađ međ umhyggju fyrir okkur aumingjunum.

Réttlćtingin er hins vegar forvitnileg athöfn. Hún tengist oft upphafningu á eigin verđleikum, umhyggjunni og mannúđinni. Fjölmargir falla fyrir slíkum fagurgala án ţess ađ hugsa neitt um eđli máls.

Hallgrímur Helgason, rithöfundur er líkast til ekki skúrkur. Réttlćting hans á lćgri virđisaukaskatti ofan á verđ bóka tengist alls ekki ţví ađ hann hafi hagsmuna ađ gćta. Hann er ekki ađ spá í tekjumöguleika sína heldur er ţađ göfgin sem rćđur hvert penninn bendir. 

Sú framleiđsla ađ skrifa bók hvetur eflaust til lestrar. Sá sem framleiđir fatnađ vill ađ fólki sé hlýtt og hvetur ţví til ađ fólk kaupi hana.

Hvort er nú göfugra starf, ađ skrifa og selja bćkur eđa framleiđa og selja peysu?

Ţá er ţađ spurningin hvort ríkisvaldiđ sé ţess umkomiđ ađ taka afstöđu. Á ađ verđlauna rithöfunda og seljendur bóka međ ţví ađ leggja á söluverđ ţeirra lćgri virđisaukaskatts? Hvers á ţá peysuframleiđandinn og seljandi peysunnar ađ gjalda?

Er ţađ virkilega svo ađ einn vöruflokkur sé göfugri en annar og á ríkiđ ađ fá ađ velja ţá? Eiga til dćmis bćkur, ýmiskonar barnavörur, matur og annađ ađ bera lćgri virđisaukaskatt en peysur, reiđhjól, íţróttavörur, tölvur, kók og súkkulađikex?

Ţetta er meira spurning um sjálfsagđa tillitssemi gagnvart viđkvćmum hlut. Viljum viđ ekki viđhalda almennri lestrarkunnáttu og efla ţann frćga lesskilning? „Hvađ er auđur, afl og hús / ef ekkert blóm vex í ţinni krús?“ Ţjóđ sem ekki ţekkir sérstöđu sína, sem ekki ţekkir sinn mesta hćfileik og kann ţví ekki ađ hlúa ađ honum, er sorglegur flokkur. Ţó ađ menn vilji „láta eitt yfir alla ganga“, „ekki gera neinar undanţágur“ og „einfalda kerfiđ“ ţá eru til ţeir menn sem ekki fara líka međ sláttuvélina yfir blómabeđiđ. Ţađ heitir víst menning.

Ţetta segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgasson sem vill efla lesskilning og viđhalda almennri lestrarkunnáttu og ţess vegna eiga bćkur ađ vera ódýrari en ađrar vörur. Án ţess ađ spyrja neinn ákveđur hann út frá eigin forsendum ađ bćkur séu göfugari en flíspeysa. Honum yfirsést sú stađreynd ađ sláttuvélin hefur ţegar fariđ yfir blómabeđiđ, hefur búiđ til ţrepaskiptingu sem er algjör óţarfi.

Ţetta allt veltir upp spurningum eins og ţessum: Vćri ţađ atlaga ađ menningu ţjóđarinnar ef allar vörur vćru í sama virđisaukaskattsflokki, hvort sem ţćr eru bćkur, flíspeysur, gisting, ađgangur í sundlaug, leikhús, laxveiđi, matur og allt sem nöfnum tjáir ađ nefna?

Myndi visna blóm í krús ef ađeins vćri einn virđisaukaskattsflokkur fyrir allar vörur? Myndi lesskilningi ţjóđarinnar hnigna? Vćri hćtta á ţví ađ börn gćtu ekki lćrt á tölvur? Myndu rithöfundar hćtta ađ skrifa? Yrđi hćtta á ţví ađ bćkur yrđu lélegri eđa óskemmtilegri?

Nei, ţetta er auđvitađ tóm vitleysa ađ setja hlutina fram međ ţeim hćtti sem rithöfundurinn gerir. Hann er í bullandi hagsmunabaráttu fyrir sjálfan sig og óttast ţađ eitt ađ hafa minna í tekjur. Ţađ er hins vegar mikill misskilningur.

Vaxtarmöguleikar blómsins í krúsinni velta á allt öđru en sköttum ríkisvaldsins. rithöfundar spretta upp árlega í tugatali vegna ţess ađ fólk finnur hjá sér ţörf til ađ skrifa, segja frá. Skiptir engu ţótt Hallgrímur Helgason leggi pennann á hilluna.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband