Hvað gera hraunið og jökulfljótið?

Hraunið og JöklaLandslagið hefur að sjálfsögðu öll áhrif á hvernig Jökulsá og hraunið hegða sér. Hraunið er langt og mjótt vegna þess að það fellur niður í móti. Hvergi á leið þess er hindrun sem tefur fyrir leið þessi niður í móti.

Þetta kann að breytast þegar það mætir þrengingum í farvegi Jökulsá undir Vaðöldu. Gerist þá hugsanlega það að hraunið kemst ekki lengra heldur leitar upp úr farveginum og út á sandana og jafnvel kann svo að fara að það renni samkvæmt því sem sýnir á myndinni sem ég bjó til fyrir nokkrum dögum og hef áður birt hér.

Fyrir vikið er Jökulsáin innilokuð, að minnsta kosti í bili. Hún mun safnast upp og eftir því sem vatnið eykst í lóninu eru meiri líkur á því að hún finni aðrar leiðir. Jafnvel er möguleiki á því að hún leiti til austurs, í Hvannalindir og þaðan í Kreppu.

Hér munu verða á næstu dögum afskaplega forvitnilegir atburðir sem hugsanlega geta dregið dilk á eftir sér. Hvað gerir hraunið og til hvaða bragða grípur Jökulsáin til? Ef ekki væri um háalvarlega atburði að ræða mætti líkja þessu við endalausa sápuóperu í sjónvarpi.

Fylgist með næsta þætt þegar ... 

 


mbl.is Fossinn Skínandi kann að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Segir mér ekki margt myndin er agnarsmá og minnkar við að smella áhana. En. Hlaðist nú mikið hraun upp og svo fer að gjósa í Bárðarbungu með tilheyrandi flóði er hætta á að það flóð fari í Hálslón vegna fyrirstöðu nýja hraunsins?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.9.2014 kl. 10:52

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er auðvitað ferlegt að myndin skuli ekki stækka. Moggamenn segja einhverja villu vera í forritinu sem þeir séu að laga.

Nei, landfræðilega er ekki nokkur einasti möguleiki að flóð fari í Hálslón.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.9.2014 kl. 11:00

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Myndin á að stækka mikið ef núna er smellt á hana.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.9.2014 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband