Gosið er hætt, aðeins gufumekkir rísa frá sprungunni

Gosmynd Ómars

Eitthvað verður undan að láta þegar straumur kviku þrýstist upp í gegnum jarðskorpuna. Þá brestur eitthvað um brestur um síðir.

Rétt eftir miðnætti varð eldgos en það virðist vera hætt. Stóð aðeins yfir í um fjórar klukkustundir eftir því sem starfsmenn Veðurstofunnar fullyrða.

Af frábærum myndum Ómars Ragnarssonar og félaga hans má sjá að úr gosstöðvunum rýkur en það er aðeins gufa, engin aska. Ómar flaug óhikað í gegnum gufuna og hvorki honum né flugvélinni varð meint af.

Ég leyfði mér að taka eina mynd frá Ómari, en hún birtist á ruv.is í morgun ásamt hreyfimyndum.

Þarna sést gufumökkurinn og hvergi glittir í eld. Þetta má raunar einnig sjá á vefmyndavélum Mílu.

Merkilegast þykir mér að þetta litla gos hefur komið upp í gömlu gossprungunni í Holuhrauni en hún er eftir því sem sagt er frá því 1797, meira en tvö hundruð ára gömul. Raunar sýnist mér að hraungangurinn undir stefni eftir gamalli sprungu sem liggur í gegnum vestanverð Dyngjufjöll. Jarðfræðingar draga þó í efa að gangurinn nái til fjalla. 

 


mbl.is Sprungan er 900 metra löng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, thad stód ekki lengi, thetta litla gos. Varla ad hafi nádst af thessari spýju almennileg mynd, hva tha meir. Hvarflar ad manni ad hér sé hafid einhverskonar "Eyjafjallajökulsgossyndrom". Eitt nett og fallegt hraungos á stuttri sprungu, en undir nidri og til sudurs, kraumi í risa, sem enginn vill vera nálaegt, thegar hann hóstar úr sér sínum uppsafnada jardarbreadingi, med tilheyrandi ósköpum.

Halldór Egill Guðnason, 29.8.2014 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband