Meginskjálftavirknin er með SV-NA stefnu

Yfirlit veðurstÞað er svo sem ágætt að hafa heildarmyndina fyrir sér þegar jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er skoðuð. Þess vegna er vert að skoða vef Veðurstofunnar og hér hægra megin er mynd af jarðskjálftum undanfarinna daga sem tekin er af honum.

Myndin segir ýmislegt en gallinn við hana er að við þyrftum að geta skoðað hana í smáatriðum til að skilja. Að vísu er skilningur okkar leikmanna takmarkaður.

Frá mínum sjónarhóli lítur landið svona út:

Tæplega fimmtán hundruð jarðskjálftar hafa orðið í og við Bárðarbungu undanfarna tvo daga. Þar af eru meira en 140 sem eru stærri en 2 og átta stærri en 3. Langflestir stóru skjálftanna eiga uppruna sinn frá fimm til tólf kílómetra dýpi. Fræðimenn segja þá verða til vegna kviku sem þrengir sér inn í grynnri jarðlög. 

Hins vegar er ljós að víðar skalf en í Bárðarbunguöskjunni og raunar minnst þar.

Skjalfta skv G Maps2

Gríðarlega margir skjálftar voru á sama tíma undir Dyngjujökli og jafnvel þar fyrir austan. Þá er gott að geta skoðað nánar staðsetningu skjálftanna.

Á myndinni til hægri sést hvernig skjálftarnir hafa raðað sér í nokkra klasa. Svo virðist sem þeir haldi sér við ákveðnar þrjár línur sem ég hef dregið á myndina. Ef til vill er hér um að ræða nokkra klasa, jafnvel fimm. Norðar er einn klasi og hefur hann meginstefnuna SV-NA (hægt er að tvísmella á þessar myndir og fá þær stærri til nánari skoðunar).

Klasarnir í Bárðarbungu og norðaustan við hana raða sér í tvær stefnur, annars vegar NV-SA og hins vegar SV-NA. Þetta er skrýtið frá mínum sjónarhóli séð og það skrýtnasta er að nú virðist syðri SV-NA stefnan vera virkari en hinar. Skjálftavirknin er sem sagt að færasta frá Bárðarbungu og í austur

Vikuyfirl síðasta

VikuyfirlitÁ meðfylgjandi kortum má sjá hvernig skjálftavirknin hefur þróast. Hægra megin er skjálftavirknin fram til miðnættis á laugardaginn en vinstra megin sést hvernig hún hefur verið eftir það. Hún er sem sagt að færast mikið til í austur, samkvæmt syðri SV-NA línunni sem áður er nefnd. Stefnir raunar í Kverkfjöll.

Eldvirkni

Gaman væri nú að vita ástæðuna fyrir þessari þróun og hvort áðurnefndar línur standist einhverja skoðun. Hugsanlega eru brotalínur á yfirborði jarðar sem hnikast til rétt eins og þekkt er annars staðar á landinu.

Benda má þó á að SV-NA er stefna eldvirkninnar í gegnum landið er einmitt hin sama eins og sjá má á meðfylgjandi korti.

Hér er ekki úr vegi að benda á blogg Haraldar Sigurðssonar, eldfjallafræðings, en hann skýrir stöðu mála í Bárðarbungu á mjög skiljanlega hátt.

Í athugasemdum við bloggið hefur Guðmundur Harðarson sett inn afar áhugaverðar upplýsingar um dýpt jarðskjálftanna og sett fram í grafi á hreyfimynd. Slóðin er þessi: http://gfycat.com/GlumUncommonDragonfly. Mæli með því að lesendur mínir skoði þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það hefur verið nefnt að brotabelti í jarðskorpu myndi gjarnan 120° horn og það gæti átt við hér þó í smáum skala sé. Á Íslandi í heild mynda eldstöðvarkerfin líka nokkurnvegin 120° horn, þ.e. SV-NA stefna á Suðurlandi og N-S stefna á Norðurlandi.

Sjá t.d. hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Triple_junction

Emil Hannes Valgeirsson, 18.8.2014 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband