Tíu grundvallarmistök fóboltamanna og dómara á HM

Dómarinn

Alltaf er maður jafn hissa á reyndum atvinnumönnum á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem klikka á grundvallaratriðum. Til dæmis þessum:

  1. Spyrna markmanns frá marki, hvort heldur er í útsparki eða á annan hátt er ónákvæm aðgerð. að minnsta kosti 50% líkur að andstæðingurinn nái boltanum. Gáfulegra er að nota stutt spil, reynist oftar árangursríkara
  2. Varla nokkur fótboltamaður getur stjórnað sparki sínu sem tekið er viðstöðulaust. Það verður alltaf ónákvæmt og telst heppni ef boltinn ratar á markið. Því lengra sem leikmaður er frá markinu því minni líkur er að hitta á það. Engu að síður reyna menn þetta í þeirri von að verða hetjur. Hugsanlega tekst svona í 10% tilvika. Já, já ... þegar það tekst er það flott.
  3. Peysutog virðist borga sig. Dómarar fara ekki eftir reglum. Peysur ættu að vera einnota og rifna við tog.
  4. SlagsmálEngin dæmi eru um að dómari breyti um skoðun þrátt fyrir mótmæli leikmanna. Samt tuða menn og suða rétt eins og að meirihlutinn fái einhverju um dóminn ráðið. Misskilningurinn er í því fólginn að dómari er einráður, fer ekki eftir lýðræðislegum meirihluta, hvorki leikmanna né áhorfenda. Þessu mætti hugsanlega breyta og taka upp kosningar á leikvelli. Ekki er þó víst að það leysi neitt því gera má ráð fyrir að 11 séu sammála og jafn margir á móti.
  5. Flestir markmenn eru slappir skotmenn. Sé bolta gefið til markmanns og andstæðingur eltir verður sá fyrrnefndi afar hræddu og taugaveiklaður og sparkar venjulega boltanum út af vellinum eða þráðbeint upp en sjaldan ná þeir að gefa á samherja. Þeir eru hins vegar þokkalegir ef boltinn fær að liggja hreyfingarlaus og nægur tími gefinn í sparkið.
  6. TogaÆ algengar er að fótboltamenn taki tíma í leiklist. Þeir æfa sig í því að meiða sig hræðilega mikið í tæklingum, jafnvel þó andstæðingurinn snerti þá ekki. Þeir læra að veltast yfirleitt um í sárum kvölum. Fái þeir ekkert út á hið meinta meiddi stendur „fórnarlambið“ venjulega hljóðlega upp og hleypur um völlinn eins fyrir himneskt kraftaverk. Sama heilun gerist líka skömmu fyrir að aukaspyrnan, sem stundum er dæmd, er tekin. Í hita leiksins kemur fyrir að leikmaður heldur um rangan fót eftir tæklingu, en það eru nú bara mannleg mistök. Dómari á að gefa plús í kladdann fyrir góð leiklistarleg tilþrif. Það myndi bæta leikinn fyrir áhorfendur og „víkka“ leikinn.
  7. Dómarar eru víst mannlegir, skyldi engan undra sem áttar sig á ættfærslu þeirra (sko, þeir eru mennskir þrátt fyrir látalæti). Þeir geta ekki á broti úr augabragði áttað sig á þaulæfðum brotum leikmanna. Þeir geta hæglega misst tök á leik vegna mótmæla enda eru þau til þess gerð að brjóta dómara niður og gera þá hliðholla sér en andstæða hinum.
  8. Toga2Flestir leikmenn gefast upp þegar þeir missa boltann. Væri gefið gult spjald fyrir mistök í leik myndu leikmenn batna (og þeim jafnframt fækka á leikvellinum).
  9. Frægir leikmenn og launaháir eru yfirleitt ekki bestu leikmennirnir en ábygglega með afbrigðum sjálfhverfir og andlausir. Lausnin er að borga engum neitt.
  10. Aldrei hefur það komið fyrir að einn einstakur leikmaður vinni leik fyrir hönd liðs síns. Það er undantekningarlaust liðsheildin sem sigrar eða á sök á tapi. Þessu gleyma margir fyrir framan mark andstæðinganna.
Mér finnst að FIFA ætti að taka það til skoðunar að ef leikmaður tæklar þannig að „fórnarlambið“ rúllar fjórar veltur eða fleiri og haldi allan tímann í annan fótinn (skiptir engu hvort það er sá meiddi eða hinn) skuli sá „brotlegi“ fá að minnsta kosti gult spjald. Sá „meiddi“ á auðvitað að fá mynd af sér á frægðarvegg FIFA.
 
Til viðbótar vil ég að „fórnarlömb“ tæklinga skuli samstundis skila inn skriflegu læknisvottorði fái sá „brotlegi“ gult eða rautt spjald svo einhver sönnun sé á að þeim líði illa. Undantekning frá þessu er ef blóð eða húðflygsur eru á skóm hins brotlega og áverkar á andstæðingnum þá þarf enga sönnun.
 
Fleira gæti ég nefnt en læt þetta duga að sinni. Myndirnar gúgglaði ég og birti án leyfis en ég held að þess sé ekki krafist fyrir þá tíu sem lesa þetta. Biðst hins vegar fyrirfram afsökunar á að birta þær. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öll tilbrigðin í einum pakka!!

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2014 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband