Örfirisey eða Öffersey

ÖfferseyÞað myndi nú ekki skaða þó blaðamenn Morgunblaðsins tileinki sér þann góða sið að líta á landakort áður en þeir skrifa frétt. Þá kemur í ljós að hin meinta „Örfirisey“ á Skarðsströnd heitir Öffersey. Raunar eru þær tvær, sú Stóra og sú Litla. Ef litið er á miðja myndina má ábyggilega greina örnefnið.

Hins vegar veit ég ekki hvor útgáfan af nafninu er réttari en halla mér að þeirri útgáfu sem Landmælingar Íslands benda þá. Væri Mogginn með rétta útgáfu hefði hann ábyggilega lengt fréttina og frætt lesendur sína um muninn á þessum tveimur nöfnum. Það hefði nú verið gaman enda eru fleiri en ég áhugamenn um örnefni. Svo kann það líka að vera að blaðamaðurinn hafi giskað á stafsetninguna.

Niðurstaðan mín er nú bara þessi, að án þess að birta landakort er fréttin aðeins hálf. Og hálf frétt er léleg frétt og ekki góð blaðamennska.


mbl.is Hvalreki á Skarðsströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér sýnist að önnur eyjan heiti "Stóra Öffersey" en hin "Litla Ólafsey". Ef til vill þarf að fá álit heimafólksins um það, hvaða nöfn eru hin réttu, að þeirra mati, - það er, hvaða nöfn heimamenn nota.

Tryggvi Helgason, 15.5.2014 kl. 21:23

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er rétt, Tryggvi, svo segir á kortum Landmælinga eins og fram kemur í pistlinum litla. Hins vegar væri gaman að vita hvað heimamenn segja. Fróðlegt væri líka að vita hvort þetta nafn, Öffersey finnist á gömlum kortum. Svo er auðvitað til Örfirisey í Reykjavík og einnig við Kollafjörð á Ströndum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.5.2014 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband