1700 umferðalagabrot á móti 19 áfengislagabrotum

fjoldi-brota-a-hverja-10000-ibu

Miðað við fréttaflutning mætti halda að til dæmi fíkniefnabrot, áfengislagabrot, kynferðisbrot og skjalafals væru stórkostlega algeng hér á landi. Það er hins vegar alrangt.

Sé miðað við brot á hverja tíu þúsund íbúa er fjöldi ofangreindra brota sem hér segir:

 

  • Fíkniefni ... 41,5 brot
  • Áfengislög ... 18.9 brot
  • Kynferðisglæpir ... 9.9 brot
  • Skjalafals ... 8,4 brot

 

Þessar upplýsinga má fá hjá Gagnatorgi Capacent. Þar er alveg einstakur gagnabanki sem er afar áhugaverður fyrir þá sem áhuga hafa á tölfræði.

Hvað varðar ofangreind brot þá er alveg ótrúlegt hversu sjaldgæf þau brot eru en það skilur auðvitað enginn nema við samanburð. Skoðum hann:

 

  • Umferðalög ... 1.730,6 brot
  • Hegningarlög ... 499,3 brot
  • Auðgunarglæpir ... 299 brot
  • Sérrefslög ... 108,3 brot

 

Hér verður að ítreka að þetta eru brot miðað við hverja 10.000 íbúa. Það breytir því hins vegar ekki að til að skilja eðli hverra brotategundar þarf að greina þessi brot enn frekar. Ég væri ekki hissa á því að þá kæmi í ljós hversu fáir misyndismenn standa raunverulega fyrir ofangreind. Raunar er það svo að lögreglan þekkir 90% þeirra sem hverju sinni fremja glæp. Það auðveldar ábyggilega rannsókn mála en betur má gera.

Mér sýnist nefnilega þetta allt einfaldur leikur, ef svo má taka til orða. Einstaklingur fremur glæp og næst fyrr eða síðar, meðgengur eða lagabrot sannast á hann og fangelsisdómur er felldur. A fullnustu lokinni fer þessi einstaklingur oftar en ekki út á götuna aftur og hringrásin hefst að nýju. Hversu mikið mætti nú ekki spara með því að draga út fangelsisdómum og setja þess í stað tæki á viðkomandi sem sendir merki til lögreglu um ferðir hans? 

Þetta eru nú hugleiðingar sem tengjast ekki beint því sem ætlunin var að leggja áherslu á hérna.

Grundvallaratriðið er að fækka glæpum og það hefur tekist samkvæmt upplýsingum sem finna má á Gagnatorgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband