Hótanir Creditinfo og hin týnda samfélagsábyrgð

Ekki er svo ýkja langt síðan íslenskir bankar höfðu í hótunum við stjórnvöld. Sögðust ætla úr landi vegna þess að aðstæður hér væru svo „fjandsamlegar“, skattar svo háir og leiðinlegt að starfa hér á landi. Áður en bankarnir hleyptu heimdraganum fóru þeir á hausinn með hrikalegum afleiðingum fyrir þjóðina.

Enn eru uppi samtök meðal hin sjálfhverfa hluta atvinnulífsins um að þvinga stjórnvöld til að ganga í ESB og því er hótað að fyrirtækin fari úr landi nema látið sé undan kröfum þeirra.

Auðvitað gengur þetta ekki. Þó stjórnvöld eigi að hlusta á atvinnulífið eru takmörk fyrir öllu. Stjórnvöld eiga hins vegar ekki að láta undan þvingunum. Geri þau það vaknar spurning um lýðræðið, hvort kjósendur hafi minni möguleika til að hafa áhrif með atkvæði sínu en fyrirtæki með hótunum. Þá vaknar eðlilega sú spurning hvort hótanir séu að verða algengasti tjáningarmáti almennngs og fyirtækja. Það er hins vegar önnur saga.

Svo er það hitt, að fyrirtæki sem hafa orðið til hér á landi, þróað sig, þroskast og orðið að stórum vinnuveitendum hljóta að bera samfélagsábyrgð. Ebítan skiptir ekki höfuðmáli heldur starfsfólkið og umhverfið, heildin sem gerir það að verkum að fyrirtækið þrífst hér á landi.

Ætli Creditinfo að yfirgefa landið bendir það eindregið til þess að ekkert af ofangreindu skiptir máli heldur ebítan eins og sér. Fyrirtækið er því orðið gerilsneytt allri samfélagsvitund og er þar með ekki á vetur setjandi. Og sé Creditinfo orðið svo útlenskt að það geti ekki starfað í því umhverfi sem allflest önnur fyrirtæki sætta sig við þá er best að það fari til Prag þar sem launin eru umtalsvert lægri en hér á landi, verkalýðsfélögin ekki eins herská og stjórnvöld í örláta vasa atvinnulífsins og engin þörf á þvingunum. Er það annars tilviljun að fyrirtækið ætli til Prag, ekki Óslóar, Stokkhólms, Helsinki, Kaupmannahafnar eða Þórshafnar?

Síðan væri það þjóðþrifaráð að vernda íslenska starfsemi með því að skattleggja duglega fyrirtæki flýja land en vilja engu að síður halda íslenska markaðnum. Creditinfo verður þannig að átta sig á því að það verður ekki bæði haldið og sleppt


mbl.is Ástandið á Íslandi ýtir Creditinfo út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

já já látum Creditinfo, CCP, Marel og Össur og fleiri "frekjufyrirtæki" bara róa, það tapast einhver þúsund hátæknistörf, en so what, það fá allir vinnu í væntanlegri áburðarverksmiðju ríkisstjórnarinnar!

Óskar, 16.4.2014 kl. 18:59

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sorglegt hvernig skilningi þínum er háttað. Kaldhæðnin bendir ekki til þess að þú áttir þig á alvöru málsins. Hvers vegna heldurðu að Creditinfo vilji fara til Prag? Að hvaða leyti eru aðstæður þar betri en hér?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.4.2014 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband