Slitabú bankanna eru ekki atvinnugrein ...

Engu líkar er af fréttaflutningi af blómlegri starfsemi slitabúa föllnu bankanna en að um sé að ræða nýja atvinnugrein og hún sé til framtíðar. Í fimm ár hafa ótrúlega margir starfsmenn þessarar langlífu starfsemi stundað margvísleg störf allt frá því að skrá niður kröfuhafa, makka með þeim og unnið að fjárfestingum með eignir búanna. Ábyggilega er þetta allt göfugt og þarflegt. Þarna vantar þó niðurlag ...

Slitabúin greiða gríðarlega há laun til starfsmanna og svo eru fjöldi verktaka sem vinna þar í föstu starfi en gæta þess að launin séu greitt til hlutafélaga. Þar er svo hægur leikurinn að fela þau í alls konar kostnaði þó endastaðan sé ávallt sú að einn einstaklingur fær meira í sinn hlut en laununum nemur.

...en nú er eiginlega nóg komið, rétt eins og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins nefnir á aðalfundi Seðlabankans. Gera þarf upp búin og ganga frá kröfunum í eitt skipti fyrir öll - á íslensku forsendum.


mbl.is Ekki annað að gera en setja búin í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er umræða sem er þörf á að taka, en hefur ekki verið gert.

Þessir uppvakningar eru ekki reknir eins og bankar og ekki heldur eins og slitabú, heldur starfa þau eins og eignastýringarfélög.

Engin þeirra hafa hinsvegar starfsleyfi til slíkrar starfsemi.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2014 kl. 11:26

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þessi umræða verður aldrei tekin, Guðmundur. Það segir sig sjálft. Það er rétt orðað hjá þér, þettar eru eins og eignastýringafélög.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.3.2014 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband