MMR spyr leiðandi spurningar um ESB

Hvort vilt þú að Ísland haldi opnum aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða slíti þeim formlega?

Þetta er ógild spurning í skoðanakönnun vegna þess að hún byggir ekki á staðreyndum. Hún gengur í berhögg við stefnu Evrópusambandsins sem býður ekki upp á aðildarviðræður heldur aðlögunarviðræður. Þær viðræður eru ekki samningar heldur byggjast þær á því að umsóknarríkið, Ísland, sanni að það hefur tekið upp lög og reglur sambandsins í löggjöf sína. Nær væri að kalla þetta yfirheyrslu.

Niðurstaða viðræðnanna er ekki samningur nema því aðeins að umsóknarríkið óski eftir tímabundnum undanþágum til að aðlagast nýjum veruleika, aðild að ESB. 

Í ljósi ofangreinds getur MMR ekki spurt í skoðanakönnun spurningarinnar sem þessi pistill hófst á. Með henni er gefið í skyn að um eitthvað sé að semja. MMR hefði á sama hátt getað spurt um Lissabonsáttmálann, hvort hann sé stjórnarskrá ESB eða einungis til viðmiðunar.

Spurning MMR um aðildarviðræðurnar er því ógild, ófagleg og fyrirtækinu til vansa. 


mbl.is 68% vilja halda viðræðum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, og þá má spyrja hvernig mun spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni hljóða ef af henni verður?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 14:03

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála ykkur Sigurður og Áshildur. Svo er spurning hvernig Friðrik Hansen Guðmundsson hefur komist að því í sínum bloggpistli, að það sé bara fámennur hópur karla á landsbyggðinni, sem vill ekki í ESB? Er hann nú búinn að breyta mér í karlmann og flytja mig út á landsbyggðina? Og það án þess að ég hafi tekið eftir því sjálf!

Þetta eru töfrabrögð, sem bragð er af.

Það þarf nú varla neina kosningu, fyrst þetta er svona fyrirfram frágengin niðurstaða?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.2.2014 kl. 15:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bloggið hans Friðriks er nú hvorki upp á marga fiska né trúverðugt, hann hefur örugglega ekkert kynnt sér hvað felst í aðlöguninni sem farið var í.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 18:32

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er orðinn nokkuð viss um að Dr. Össuri hafi tekist að heilaþvo of marga þegar hann hélt því fram (og reyndar þvoði jarðfræðinginn einnig þannig að jarðlögin glönsuðu) að það væri bara verið að "kíkja í pakkann".

Þetta hafa aldrei verið samningaviðræður, það þarf að koma því inn í heilabúið á allt of mörgum, þetta eru aðlögunar-"viðræður".

Hvað felst í orðinu samningar?

En í orðinu aðlögun?

????

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 20:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning Sindri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 22:59

6 Smámynd: Snorri Hansson


Hér hafið þið leiðbeiningar til Íslands og Tyrklands hvernig ganga skal í ESB.


"Viss atriði í köflunum geta verið mjög viðkvæm og erfið fyrir viðkomandi þjóðir.


Þau mál þurfa forustumenn landana að útskíra fyrir löndum sínum" 


 


http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf


Snorri Hansson, 1.3.2014 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband