Eiga lýðræðisleg réttindi að vera bundin við aldur?

Það var líka áberandi á fundi sem var haldinn til stuðnings Bjarna Benediktssyni í Valhöll um daginn hversu gamlir fundarmenn voru, þar sat til dæmis Halldór Blöndal mjög áberandi á fremsta bekk.

Þetta segir sá kunni fjölmiðlamaður Egill Helgason í pistli um Sjálfstæðisflokkinn á bloggsíðu sinni. Þetta vekur mig til umhugsunar um þær hvatir sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins brúka. Þeim er ekkert heilagt, en finna þeim allt til foráttu sem nota sömu brögð gegn þeim. Egill fjallaði í þessum pistli um fund sem Bjarni Benediktsson hélt í hádeginu í Valhöll.

Hvaða máli skiptir aldur fólks í lýðræðislegri umfjöllun? Væru rök Bjarna Benediktssonar sterkari og meira traustvekjandi ef Halldór Blöndal hefði setið á öðrum bekk og í stað hans hefði formaður Heimdallar setið?

Setjum sem svo að akfeitur maður hefði setið í sæti Halldórs Blöndal. Hefði Egill Helgason bent á þá staðreynd Sjálfstæðisflokknum og formanni hans til ávirðingar.

Nei, svona ummæli eru einfaldlega heimskuleg og beinlínis í ætt við bullið sem kemur úr athugasemdadálkum margra fjölmiðla og bloggsíðna. Egill er mikið lesinn, hann er andstæðingur Sjálfstæðisflokksins og stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Í ljósi þess ber að lesa skrif hans. Varla eru þau merki um að eldri borgarar skuli ekki njóta lýðræðislegra réttinda en aðeins yngra fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband