Vanþekking þingmanns Pírata um aðildarumsóknina

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, féll í kvöld í frekar fyrirsjáanlega gildru Brynjars Nielssonar, þingmanns Sjáflstæðisflokksins. Sá síðarnefndi spurði Helga hvort viðræðurnar við ESB væru til að aðlaga Ísland að regluverki sambandsins eða samningaviðræður.

Með miklu handapati og málskrúði hélt Helgi H. Gunnarsson því fram að viðræðurnar væru hvort tveggja. Með því kom hann rækilega upp um þekkingarleysi sitt á aðlögunarviðræðum eins og ESB skilgreinir þær.

Hann ætti að lesa sér til bæklingi ESB sem nefnist „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“. Það hefur hann ekki gert en giskar bara á að um sé að ræða samninga þar sem íslenska viðræðunefndin geti heimtað eitthvað og ESB nefndin annað. Þetta er nú eitthvað annað.

Í honum segir eftirfarandi:

  1. First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. 
  2. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. 
  3. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.
  4. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

Skýrara getur þetta varla verið. „Accession negotiations“ heitir viðræðurnar en ekki „negotiations“. Þetta er ekki hægt að þýða öðru vísi en sem aðlögunarviðræður. Eftirfarandi setur enn frekari stoðir undir þá skýringu og þetta eru hluti af skilyrðum stjórnenda ESB: 

Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country. 

Ofangreint þýðir einfaldlega það að umsóknarríkið á að aðlaga stjórnsýslu, lög og reglur sínar að því sem gildir hjá Evrópusambandinu.

Aðlögunarviðræðurnar, „accession negotiations“, fjalla um 35 kafla sem nefndir eru „Acqis“. Þessir kaflar fjalla um einstaka málaflokka, t.d. landbúnað, flutninga, orkumál, fiskveiðar og svo framvegis, allt upp talið í ofangreindum bæklingi.

Þegar viðræður hefjast um einstaka kafla, kaflinn er opnaður, eins og sagt er, þá þarf umsóknarríkið að sýna á skýran og skilmerkilegan hátt hvort að það hafi tekið upp kröfur ESB sem um ræðir í hverjum kafla eða hvernig það ætli að gera það. Þeim köflum er lokað þegar ESB er sátt við framgang málsins, aðlögunin hefur átt sér stað eða verið er að gangsetja hana. 

Líklega hefði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, eins og fleiri, gott af því að líta á eftirfarandi myndband en þar segir stækkunarstjóri ESB nákvæmlega þetta sama, engar undanþágur frá köflunum. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband