Hreinn meirihluti hugsjónafólks ...

Þeir sem lána öðrum peninga hafa stórgrætt á íbúðalánum vegna þess að þau eru tengd þróun verðlags og því einstök peninganáma. Lánveitendur krefjist sömu vaxta af íbúðalánum eins og af rekstrarlánum fyrirtækja, einstaklingslánum vegna kaupa á bílum og svo framvegis, er það bara ekki í lagi? Þeim er algjörlega sama um þá stefnu að gera öllum kleift að eignast eigið húsnæði. Stefna lánveitenda er að hjálpa til svo framarlega sem lántakendur geti greitt ofurrvexti fyrir forsendum eðlilegs lífs.
 
Nei, við eigum ekki að banna verðtrygginguna eða verðtryggð lán. Hins vegar væri það réttlætismál að launataxtar væru á sama hátt tengdir henni. Þá mun ríkja jafnvægi milli lánveitenda og lántakenda. Bönnum ekkert nema mismunina. Krefjumst aðeins þess að verðtrygging launa verði tekin upp. Setjum lagareglur að þau laun sem samið er um í dag verði jafngild allan samningstímann rétt eins og lánveitendur hafa í áratugi haft með íbúðalánin.
 
Ef stjórnarherrarnir sem nú sitja vilja ekki sinna þessu ættum við hugsjónafólkið að bindast samtökum um að bjóða fram í næstu kosningum með þessi stefnumál á oddinum. Hugsjónafólk um verðtryggingu lána og hugsjónafólk um verðtryggingu launa. Það væri hreinn meirihluti í kortunum - öllum í hag. Er þa'ki bara?
 
Ofangreint er skoðun þess sem ritar hér pistla dags daglega. 
 
Í Morgunblað helgarinnar skrifar Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari eftirfarandi örgrein undir fyrirsögninni „Hreinn meirihluti?“: 
 
Jón
Þeir sem lána öðrum peninga vilja jafnan áskilja sér að fá lánsféð endurgreitt. Þetta er hrein ósvífni af þeirra hálfu. Þeir ganga flestir meira að segja svo langt að vilja fá vexti af lánsfénu. Þetta gengur ekki. Við verðum að banna þetta. Bönnum lánskjaravísitölu. Bönnum „raunvexti“. Setjum lagareglur um að lánveitendum beri skylda til að borga með lánum sem þeir veita öðrum. Ef stjórnarherrarnir sem nú sitja vilja ekki sinna þessu ættum við hugsjónafólkið að bindast samtökum um að bjóða fram í næstu kosningum með þessi stefnumál á oddinum. Það væri hreinn meirihluti í kortunum.  
 

Og nú spyr ég þig, ágæti lesandi: Hvor telur þú réttlátara, það sem Jón Steinar segir eða það sem kemur fram í fyrri pistlinum? Í sannleika sagt veltur svarið á því hvers konar hugsjónamaður þú ert, minn kæri!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband