Lítilmótleg leiksýning þetta árið en samt ...

Það er ósköp skiljanlegt að fólk sé óánægt með kjarasamninga sem halda ekki einu sinni í við verðbólgu, hvað þá að þeir veiti launþegum aukin laun.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segir í viðtali við mbl.is:

Fimm félög innan Starfsgreinasambands Íslands ákváðu að skrifa ekki undir kjarasamning sambandsins á laugardagskvöldið, en ákváðu þó að standa að samningunum, því að félögin drógu ekki til baka umboð sem þau höfðu falið Starfsgreinasambandinu til að gera kjarasamning fyrir sína hönd sem þeim var þó í lófa lagið.  Í þessum félögum eru ríflega 3.000 félagsmenn af þeim 81.000 félagsmönnum sem umræddir kjarasamningar ná til, eða um 4,7%.

Þetta finnst manni undarleg breytni af forystumönnum fimm félaga innan Starfsgreinasambandsins. Láta það duga að rífa kjaft.

Þetta minnir mann á leikritið sem um áratugi hefur verið sett á svið þegar kjarasamningar hefjast. Einn daginn fallast aðilar hreinlega í faðma og hinn daginn rífast þeir eins og gráir kettir. Þetta er bara leikrit. Sett upp til að kasta ryki í augu launþega, fá þá til að halda að verkalýðsrekendur séu nú aldeilis að vinna fyrir kaupinu sínu og sinna gamaldags stéttarbaráttu og launþegakúltúr.

Tímarnir hafa breyst. Í dag ganga ekki svona vinnubrögð. Við lifum á upplýsingaöld, allt er í seilingafjarlægð og samband fólks þarf ekki að vera stirt og erfitt. Svona leikrit var kannski einu sinni skemmtilegt en sá tími er liðinn. Menn þurfa ekki lengur að rjúka á dyr með hurðaskellum, neita að mæta á fundi eða setja verkbönn og verkföll. Nándin milli fólks er miklu meiri en leikararnir vilja vera láta. 


mbl.is „Mér er gróflega misboðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki ætla ég að fullyrða það, en eftir því sem ég best veit var Vlf Akraness búið að afturkalla umboðið til starfsgreinasambandsins fyrir nokkru síðan.

Ef svo er, er Gylfi að bulla.

Gunnar Heiðarsson, 23.12.2013 kl. 19:52

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eru menn að vinna fyrir  ATVINNUREKENDUR  ? þessir samningar eru 0.0 fyrir launþega !

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.12.2013 kl. 20:35

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Svo öllu sé nú haldið til haga eru samningarnir undir verðbólgu ársins. Þar með vantar 0,2% upp á að menn séu jafnstæðir sé miðað við 1. janúar síðastliðinn. Menn vinna vinna fyrir þá sem veita þeim atvinnu og þeir sem veita atvinnu eru undir bönkunum og bankarnir eru undir gjaldeyrishöftum og þjóðin öll tapar nema framleiðni hennar aukist stórlega frá því sem nú er.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.12.2013 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband