114 reknir frá RUV en starfsmönnum fækkar um 12

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í morgun hafa þrisvar verið miklar uppsagnir á Ríkisútvarpinu frá því 2008, þetta eru kallaðar hópuppsagnir. Þær eru þessar

  • 2008 var 64 starfsmönnum sagt upp
  • 2010 var 50 starfsmönnum sagt upp
  • 2013 er 60 starfsmönnum sagt upp (þar af 39 tekið gildi)

Þetta eru hvorki meira né minna en 174 starfsmenn. Hefðu engir starfsmenn verið ráðnir eftir þessar uppsagnir ættu aðeins 126 að starfa á Ríkisútvarpinu.

Árið 2005 störfuðu 317 manns á Ríkisútvarpinu og núna í byrjun nóvember voru þeir 305. Sem sagt, á átta árum fækkaði starfsmönnum í raun um tólf.

Það sem er undarlegast að á þessum árum voru tvær hópuppsagnir og í þeim fengu 114 manns að fjúka frá Ríkisútvarpinu. Það breytti hins vegar litlu. Árið eftir höfðu svo margir verið ráðnir að við lá að hópuppsagnirnar skiptu engu.

Hvers vegna er þá verið að segja upp fólki á Ríkisútvarpinu ef starfsmannafjöldinn breytist ekki?

Að minnsta kosti er athyglisvert að á átta árum hafi 114 manns verið sagt upp störfum en í raun hafi starfsmönnum á þessum tíma aðeins fækkað um tólf. Þessu til viðbótar eru um 44 starfsmenn sem annað hvort hafa sagt upp störfum eða verið reknir utan hópuppsagna.


mbl.is Fetar í fótspor fyrri ríkisstjórna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skyldi Helgi Seljan vita þetta?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.11.2013 kl. 20:38

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er mjög athyglisvert !

Lítur út fyrir að vera mjög árangursrík aðferð hjá okkar eðla útvarpstjóra til að tryggja afl og áróðursmátt Samfylkingarútvarpsins.  

Mér vitanlega þá er svona hagkvæm hagfræði hvergi kennd, nema ef væri hjá KGB þá hinn æruverðugi Putin smíðaði þar stólpa undir sín völd.

Það ber þó að athuga, að þeir eru samt verulega snjallir þarna í Háskólanum, þó prúðlega fari með.  Vonandi gefast færi til að gera svona snilld að útflutningsvöru.

En hvernig væri að gera útvarpstjóra að heilbrigðisráðherra?  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 30.11.2013 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband