Verđur eldgos austan viđ Hamarinn í Vatnajökli?

VatnajokullPalsfjall

Tók eftir ţví ađ í morgun byrjađi „jarđskjálftahrina“ austan viđ Hamarinn,  sem er fjall vestast í Vatnajökli.

Ekki telst til tíđinda ađ ţar skjálfi. Upptök skjálftanna núna eru raunar mitt á milli Hamarsins og Bárđarbungu og ţađan örskammt í Grímsvötn. Ţeir vita sem til ţekkja vita ađ ţarna getur allt gerst.

Ţetta voru fjórir jarđskjálftar í morgun sem ég var nú ekkert ađ velt mikiđ fyrir mér. Sá fyrsti var um hálf sjö í morgun, mánudag, tveir nćstu komu á nćr nákvćmlega sama tíma, um hádegiđ og svo hrökk sá síđasti liđinn rétt rúmlega klukkan fimm. sem sagt fjórir skjálftar upp á 1,0, 2,6, 1,4 og 2,0. Geta fjórir skjálftar veriđ hrina?

Grimsfjall

Ţá var mér litiđ á óróamćlingarnar á Pálsfjalli. Ţćr voru athyglsiverđar enda mikill hávađi eins og sést hér ađ ofan. Blá lína er forvitnileg enda neđri hluti grafsins nćr alveg blár.

Óróamćlingarnar á Grímsfjalli eru einnig miklar og ţćr sýna lítiđ minna.

Ţađ sem einna helst vakti undrun mína ađ mćlarnir utan jökuls, í Jökulheimum, Skrokköldu og Vonarskarđi segja sáralítiđ, lítill hávađi á ţessum ţremur mćlum. Hins vegar er miklu mun meiri lćti í mćlinum viđ Dyngjujökul. Er ţá hringnum lokađ í kringum Hamarinn.

Ţeir sem vit hafa á ofangreindu átta sig án efa fljótt á ţeirri einföldu stađreynd ađ ég veit ekkert hvađ hérna er ađ gerast. Ég held samt ţrjóskur áfram.

100412 Godabunga órói

Á síđustu myndinni sést hvernig óróamćlingarnar voru viđ upphaf gossins í Eyjafjallajökli. Ţá mćldist 2-4 Hz tíđnin mikil (blá lína) en um leiđ og gosiđ efldist jukust efldust jafnframt lćgri tíđnirnar (rauđar og grćnar línur).

Og ţađ er einmitt „bláa“ tíđnin sem mćlist hvađ best núna á Grímsfjalli og Pálsfjalli. Getur einhver fyrirbođi falist í ţessu?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Í Júlí til Október (líklega) áriđ 2011 varđ ţarna röđ smágosa undir jökli. Ekkert af ţeim náđi til yfirborđs en ollu samt jökuflóđi og fylltu lón Landsvirkjunar á svćđinu. Ég finn ekki fréttir af ţessu í augnablikinu.

Sú virkni hófst alveg án jarđskjálfta, en mánuđina á undan hafđi veriđ talsverđ jarđskjálftavirkni á ţessu svćđi eins og er ađ gerast núna. Ţessa stundina er jarđskjálftavirkni ađ aukast á svćđinu aftur. Hvort ađ ţađ mun gjósa ţarna aftur veit ég ekki.

Ég skrifađi um ţá virkni hérna ásamt myndum af ţeim óróa sem ţá mćldist frá Hamrinum. Ţetta var ekki stór eldgos, en eldgos á Íslandi ţurfa ekkert alltaf ađ vera stór.

Jón Frímann Jónsson, 29.10.2013 kl. 00:56

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir innlitiđ, Jón Frímann. Alltaf fróđlegt ađ fá frá ţér línu. Ég sá umfjöllunin á jonfr.com í sumar og ţađ vakti athygli mína. Fáir leikmenn ţekkja ţetta virka svćđi og enn fćrri gera sér grein fyrir ţví ađ ţarna getur gosiđ. Ađ minnsta kosti er ástćđa til ađ fylgjast međ ţessu svćđi.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 29.10.2013 kl. 09:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband