Stöðutaka gegn krónunni, gróði og tap

Og að sama skapi hlýtur bifreiðaeigandi að vera að taka stöðu gegn bílnum sínum og samferðamönnum með kaupum á bifreiðatryggingu og foreldrar að taka stöðu gegn eigin lífi með kaupum á líftryggingum.

Þannig ritar Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri, í grein í Morgunblaði dagsins. Hann varar við því að fjölmiðlar og almenningur álykti sem svo að þeir sem „tóku stöðu gegn krónunni“ eins og það hét og var nokkuð vinsælt meðal bankamanna fyrri hluta árs 2008, hafi gerst sekir um einhverja óhæfu.

Erlendur segir í grein sinni: 

Frá því að bankahrunið varð fyrir rúmum fimm árum hefur hvað eftir annað komið upp sú umræða að fyrirtæki og einstaklingar sem voru að tryggja sig fyrir gengisáhættu með afleiðusamningum, þ.e. vildu verja sig að hluta eða öllu gegn misvægi í gjaldeyrissamsetningu eigna/tekna annars vegar og skulda/útgjalda hins vegar, hafi tekið stöðu gegn krónunni og gengishrun krónunnar sem varð á árinu 2008. 

Þetta er rétt hjá Erlendi, svo langt sem það nær. Hitt mun vera rétt að á meðan margir bankamenn tryggðu sig gagnvart krónunni töpuðu lífeyrissjóðir sjötíu milljörðum króna á gjaldeyrisviðskiptum sem raktar eru beinlínis til aðgerða gömlu bankanna. Niðurstaðan er því einföld. Á meðan sumir börðust gegn krónunni og höfðu aðstæður til að stuðla að gengislækkun hennar, töldu þeir öðrum trú um að krónan myndi halda velli eða jafnvel hækka. Því hefðu fylgt talsverðar tekjur fyrir viðkomandi.

Hitt er óumdeilt að skynsamlegt er að tryggja sig gegn vá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband