ASÍ, SA og Viðskiptaráð fara með rangt mál

Svo virðist sem ASÍ, SA og Viðskiptaráð viti ekki hvernig aðildarviðræður við ESB fari fram eða þá að þessi samtök reyni einfaldlega að blekkja almenning. Hvort tveggja er afar alvarleg staða fyrir þessi virðulegu samtök.

Samkvæmt því sem ESB gefur og parktíserar með umsóknarlöndum er um að ræða aðlögunarviðræður, ekkert annað. Þá sýnir umsóknarlandið fram á í 35 köflum hvernig það hefur tekið upp lög, reglur og stjórnsýslu ESB eða sannfærir samtökin um það hvernig upptakan eigi að fara fram. Öll lönd ESB þurfa að samþykkja niðurstöður viðræðna um hvern kafla og í lokin inngönguna.

Enginn samningur er gerður nema um undanþáguatriði sem skipta aldrei neinu máli til framtíðar og eiga einungis við undantekningar frá lögum og reglum ESB til að umsóknarlandið aðlagist sem fyrst.

Það er því algjör blekking og rugl ef einhver reynir að halda því fram að hægt sé að semja við ESB um aðild. Umsóknarland aðlagast samtökunum en ekki öfugt.  


mbl.is Vilja gera úttekt á stöðu ESB-viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Af hverju eruð þið ESB andstæðingar enn að ljúga því að fólki að við séum í aðlögunarviðræðum eða aðlögunarferli að ESB vegna aðildarviðræðna okkar. Við erum í samningaferli og fullyrðingar um aðlögunarviðræður halda áfram að vera lygi sama hversu oft þær eru endurteknar. Það er farið ágætlega yfir þetta á bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar þar sem hann er að fara með sömu lygina og þú ert með hérna.

Sigurður M Grétarsson, 26.9.2013 kl. 22:34

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sigurður M. Grétarsson! Mér finnst þú ættir að tala varlega, ekki ásaka fólk um ósannindi. Það fer betur á því að sýna kurteisi, jafnvel þeim sem þú ert ekki sammála.

Róaðu þig svo niður og lestu reglur ESB um aðlögunarviðræðurnar og þá skýrist þetta allt af sjálfu sér. Að því loknu færi nú vel á því að þú beindir reiði þinni að ESB því reglurnar samdi þetta ágæta samband.

Lifðu svo heill og sæll.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.9.2013 kl. 00:26

3 Smámynd: Elle_

Engin lygi Sigurður M.   Við erum ekki að semja um eitt eða neitt við Brussel sem neinu máli skiptir og síst fyrir fullvalda ríki.   Það fer hugsandi manni ekki að hlusta á lygalaupinn Össur og fara með hans endalausu ósannindi út um allt Moggablogg.

Elle_, 27.9.2013 kl. 22:09

4 Smámynd: Elle_

Sigurður, ég ætla að saka þá sem ljúga um ósannindi.  Það ætla ég að saka Össur um og óþarfi að hlífa honum.

Elle_, 27.9.2013 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband